Saga - 2018, Side 41
Guð mund ur kaupir sér undir eins alklæðnað í Verslun Sturlu Jóns -
sonar við Lauga veg 11, „ekki nein stássföt, en þokkaleg búðarföt“.53
Fleiri ungir námsmenn leituðust við að „klæða af sér sveitamennsk-
una og þorparasvipinn“ eins og Hannes Jónsson, síðar kaupmaður,
orðaði það í endurminningum sínum. Þegar þeir komu til bæjarins
héldu þeir rakleiðis til næsta kaupmanns sem gat selt þeim
„sjakket“ eða „forláta kambgarnsföt á 25 krónur, axlarbönd, nærföt,
manchett skirtu með hnöppum, harðan flibba, hálsbindi og svartan
harðkúluhatt á 3,50 krónur.“54 Skólapiltar sem ekki höfðu efni á slík-
um klæðn aði áttu á hættu að vera „aðraðir“ (e. othered) líkt og Guð -
mundur G. Hagalín í samskiptum sínum við blaðadrenginn.
Það sem einkennir Reykvíkinga í ofangreindum frásögnum eru
tök þeirra á því sem kalla mætti borgaralega lifnaðarhætti en það vís -
ar til þeirra hátta í klæðaburði, framkomu og jafnvel göngulagi sem
þótti hæfa íbúum borga á vestrænan mælikvarða. Sá framand leiki
sem einkenndi sveitafólkið var því annars eðlis en sá sem fylgdi er -
lendu sjómönnunum. Raunar mætti segja að framandleiki hafi gegnt
afar mikilvægu hlutverki í samskiptum og átökum tveggja stærstu
hópa Reykvíkinga á tímabilinu 1890–1920. Annars vegar daglauna-
fólks sem fluttist unnvörpum úr sveitum landsins í bæinn á fyrstu
áratugum tuttugustu aldar og bar uppi fólksfjölgun í Reykja vík á
þessu tímabili. Hins vegar þverþjóðlegrar heldri stéttar sem var tengd
útlöndum í gegnum fjölskyldubönd, viðskipta- og vinasambönd.55
Í þessu samhengi er vert að skoða nánar kenningar Pierres Bour -
dieu um aðgreiningu og hugmyndir um góðan smekk. Hann heldur
því fram að það sé hlutverk hinnar lægri stéttar að þjóna sem eins
konar neikvæður útgangspunktur sem öll fagurfræði er miðuð við.
Fagurfræðin myndar grundvöll fyrir viðleitni annarra stétta til að
að klæða af sér sveitamennskuna 39
53 Sama heimild, bls. 6.
54 Hannes Jónsson, Hið guðdómlega sjónarspil. Endurminningar (Reykjavík:
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar 1970), bls. 79. Af endurminningum
Halldórs Laxness má ráða að „sjakket“ hafi verið mikilvæg flík fyrir þá stúd-
enta sem vildu standa undir nafni en þó virðist tískan hverful þar sem hann
hafði ekki þorað að ganga í sínum „sjakket“ eftir að „Clausesbræður hlógu að
mér.“ Páll Líndal lýsir „sjakket“ sem svörtum jakka með stéli sem stundum var
kallaður Prins Albertsjakki. Sjá: Halldór Laxness, Grikklandsárið, bls. 2, 139;
Halldór Laxness, Sjömeistarasagan (Reykjavík: Vaka-Helgafell 2. útg. 1993), bls.
212; Páll Líndal, Á götum Reykjavíkur. Páll Líndal ræðir við Lúðvíg Hjálmtýsson
(Reykjavík: Almenna bókafélagið 1989), bls. 106.
55 Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970, bls. 24–25, 72.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 39