Saga - 2018, Page 43
bilinu 1890–1920 hafa einkum litið til þess hóps sem gjarna er kall -
aður „embættismannastéttin“. Guðjón Friðriksson segir í riti sínu
um sögu Reykjavíkur að 30 fjölskyldur hafi tilheyrt þeirri stétt: fjöl-
skyldur stiftamtmanns, landfógeta, biskupanna, stöku kennara við
Prestaskólann og Lærða skólann, dómkirkjuprests, yfirdómara,
landlæknis, héraðslæknis, apótekarans og málaflutningsmanna bæj-
arins. Hann telur að þessar fjölskyldur hafi treyst völd sín með
margvíslegum inngiftingum og skyldleikasamböndum og má ráða
af skrifum hans að þær hafi verið við völd út nítjándu öldina og
fram á þá tuttugustu.59 Þess utan mætti nefna að stærri kaupmenn
hafi vafalaust einnig verið í þessum hópi í krafti efnahagsauðs.60
Þetta var jafnframt sama fólk og tilheyrði þverþjóðlegum rýmum
sem olli því að stéttin var mjög blönduð í alþjóðlegu tilliti. Enn frem-
ur er það til vitnis um menningarauð hópsins að hann hafði mikil
áhrif á mótun fágaðs smekks sem gegndi mikilvægu hlutverki í að
skilgreina mörk stéttarinnar gagnvart öðrum félagslegum hópum
innan ólíkra sviða bæjarins, en þar léku hættir og hlutir sem voru
nokkuð framandi í augum annarra bæjarbúa mikilvægt hlutverk.
Hér verður ekki gengið lengra í að afmarka hina ráðandi stétt í
Reykjavík heldur sjónum fyrst og fremst beint að þeim tækjum sem
hún notaði til að aðgreina sig frá öðrum bæjarbúum og tengsl að -
greiningarinnar við framandleika.
Framandleiki og góður smekkur
Árið 1917 var Halldór Laxness 15 ára nemi við Lærða skólann í
Reykjavík og íbúi í húsinu Frón við Laugaveg 28. Húsráðendur í
Frón voru þau Árni Sveinsson forstjóri og Guðrún kristín Sigurðar -
dóttir og af eftirfarandi lýsingu Halldórs í Sjömeistarasögunni má
ráða að erlendar neysluvörur hafi gegnt mikilvægu hlutverki í að
útbúa heimili hinnar ráðandi stéttar á réttan hátt:
Borðstofan var allaðeina og í kaupmannahöfn; þar var tískumuflan
buffet á á réttum stað uppvið vegg; stækkanlegt matborð á miðju gólfi,
að klæða af sér sveitamennskuna 41
59 Guðjón byggir greiningu sína á lýsingum Steingríms Thorsteinssonar frá 1872
á „klíku broddborgara í Reykjavík“. Sjá: Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur.
Bærinn vaknar 1870–1940. Fyrri hluti, bls. 7–8.
60 Sem dæmi um kaupmann með mikinn efnahags-, menningar- og félagsauð er
Ditlev Thomsen en ítarlega hefur verið fjallað um völd hans, tengslanet o.fl.
Sjá: Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970, bls. 122–150.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 41