Saga - 2018, Qupperneq 45
smekkur og hvað ekki.63 Í tilfelli íbúanna að Laugavegi 28 árið 1917
vekur athygli að sú neysluvara sem endurspeglaði góðan eða fágað -
an smekk kom frá útlöndum, aðallega Danmörku. Þar hafa þver -
þjóðleg rými hinna ráðandi stétta gegnt mikilvægu hlutverki. Svip -
aða sögu er að segja af þeirri menningu sem ríkti á heimilinu en
Halldór greinir frá tilraunum heimasætunnar og vinkvenna hennar
til að ná tökum á hámenningu evrópska meginlandsins með mis-
jöfnum árangri.
Sú sem spilaði hét Dóra og átti frjálsa tilkomu að píanóinu; hún var
reyndar fantur að spila. Þaraðauki var hún frumvaxta kvenmaður þó
hún hafi líklega verið ári ýngri en ég, svipmikil jörp valkyrja og horfði
á mann úr stoltum fjarska; en ef hún var kynt manni þá heilsaði hún
yfirleitt ekki; því hún var belle dame sans merci. En þegar hún var búin
að halla aftur hurðinni spilaði hún fyrst Stilla sorg ángurblítt og þará-
eftir Snödroppen sem ég vissi vel að hvorugt var nein heldrimúsík …
En þá var Dóra kanski komin á bólakaf í Frühlingsräuschen eftir
Sinding og nú fór að verða stutt í valsa og masúrka eftir Chopin. Hún
lék stundum mörg kvöld í röð, en ég talaði aldrei við hana; og einlægt
lék hún fullæfð stykki, en lét sem ekkert væri, einsog snillíngar gera, ef
hún sló falska nótu.64
Aðgangur að þessari hámenningu lá að talsverðu leyti í gegnum hin
þverþjóðlegu rými því ráða má af sendibréfum að efstu stéttalögin
hafi gjarna leitað á náðir vina og ættingja erlendis til að útvega nótur
fyrir píanó og önnur hljóðfæri.65 Tilraunir Dóru á Laugavegi 28 til
að valda tónverkum helstu tónskálda evrópska meginlandsins voru,
ef bornar saman við kenningar Bourdieus, viðleitni til að ná tökum
á fáguðum smekk, sem gefur nokkuð aðra mynd af píanóleik henn -
ar en sú hégómlega lýsing sem Halldór setti á blað 60 árum síðar. Þó
má einnig lesa úr textanum ákveðna vanmetakennd hjá Halldóri,
enda voru píanóæfingar stúlkunnar valdatæki. Það er að segja, hluti
að klæða af sér sveitamennskuna 43
63 Bourdieu, Distinction, bls. 49–55.
64 Halldór Laxness, Sjömeistarasagan, bls. 14–15.
65 Í neðanmálsgreinum er nafn Sophie Djörup skrifað að hætti bréfritarans
Augustu Svendsen sem ávarpaði dóttur sína iðulega „Min kjæreste Soffie“. Sjá
t.d.: KSS (kvennasögusafn Íslands) Augusta Svendsen. Einkaskjalasafn. 46 A.
Bréf frá Louise Jensson til Soffie Djörup 2. desember 1897; KSS 46 A. Bréf frá
Louise Jensson til Soffie Djörup 2. nóvember 1895; Þjms. (Þjóðminjasafn
Íslands) Safn Þóru og Þorvaldar Thoroddsen. Þ_ÞTh 192 III A. Bréf frá kristínu
Halldórsson til Þóru Pétursdóttur 11. júní 1901, 12. júní 1901, 25. október 1901,
5. desember 1901, 11. febrúar 1902.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 43