Saga - 2018, Side 46
af viðleitni hinnar ráðandi stéttar til að draga mörk milli sín og ann-
arra samfélagshópa og styrkja þannig stöðu sína gagnvart öðrum
íbúum Reykjavíkur, meðal annars honum sjálfum.
Hlutverk hámenningar og efnismenningar, eins og hún birtist í
hlutum, klæðnaði, heimilisbúnaði og jafnvel byggingarlist, í að móta
góðan smekk og festa ráðandi stétt í sessi er mjög áberandi í bréfa-
skrifum kvenna sem tengdust eða tilheyrðu þessari stétt. konur
virðast hafa gegnt sérstöku hlutverki í mótuninni. Hafa ber í huga
að Reykjavík var á síðari hluta nítjándu aldar „kvennaborg“, eins og
Guðrún Ólafsdóttir orðar það.66 Þar á hún við að sú fjölgun sem átti
sér stað í höfuðstaðnum var að miklu leyti borin uppi af konum, sér-
staklega ekkjum og ógiftum konum. Gísli Ágúst Gunnlaugsson og
Ólöf Garðarsdóttir hafa bent á að svipuð þróun hafi átt sér stað í
fjölmörgum þéttbýlisstöðum á landinu sem þau rekja meðal annars
til þess að í þéttbýli hafi ekkjur átt betri möguleika á að halda heim-
ilisforstöðu með því að ráða sig í launavinnu eða leigja út herbergi
á heimilum sínum.67 Ólöf nefnir einnig að bæir landsins hafi skapað
aðstæður þar sem ógiftar konur gátu frekar haldið forræði yfir óskil-
getnum börnum, sem voru ærið mörg í samfélagi þar sem fáir höfðu
tök á því að stofna heimili.68 kvennabragur Reykjavíkur minnkaði
síst eftir aldamótin 1900 en þá jókst aðflutningur kvenna til bæjarins
umtalsvert með þeim afleiðingum að hlutfall kvenkyns íbúa varð
miklu hærra í Reykjavík en á landsvísu. Í lok stóra vaxtarskeiðsins
á fyrsta áratug tuttugustu aldar voru til að mynda 124 konur búsett-
ar í bænum fyrir hverja 100 karla en hlutfallið var 107 á móti 100 á
landinu öllu.69
Mikilvægi kvenna í að móta menningu Reykjavíkur, sér í lagi
stéttaskiptingu, má því vafalaust rekja að einhverju leyti til fjölda
þeirra. Samfélagslegt hlutverk borgaralegra kvenna í Evrópu á þess-
íris ellenberger44
66 Guðrún Ólafsdóttir, „Reykvískar konur í ljósi manntalsins 1880“, Konur skrifa
til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Ritstj. Valborg Bentsdóttir, Guðrún Gísladóttir og
Svanlaug Baldursdóttir (Reykjavík: Sögufélag 1980), bls. 79–95, einkum bls. 85.
67 Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Ólöf Garðarsdóttir, „Transition into widowhood:
a life-course perspective on the household position of Icelandic widows at the
beginning of the twentieth century“, Continuity and Change 11:3 (1996), bls.
435–458, einkum bls. 437–443.
68 Ólöf Garðarsdóttir, „Þáttur kvenna í flutningum til sjávarsíðunnar“, bls. 249–
252.
69 Helgi Skúli kjartansson, „Fólksflutningar til Reykjavíkur 1850–1930“, bls. 271–
272.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 44