Saga - 2018, Blaðsíða 47
um tíma skiptir einnig miklu máli. Líkt og erlendar rannsóknir hafa
leitt í ljós tilheyrði það þeirra verkahring að útbúa heimili sín á
fágaðan og borgaralegan máta og móta sjálfar sig að evrópskum sið.
Það kemur glöggt fram í einkaskjölum kvenna á borð við Maríu
Thoroddsen, Þóru Pétursdóttur og Augustu Svendsen.70 María og
Þóra tilheyrðu hinni þverþjóðlegu ráðandi stétt og voru tengdar
nánum fjölskylduböndum því María var bróðurdóttir Þorvaldar
Thoroddsen, eiginmanns Þóru. Það voru nær sex áratugir á milli
þeirra í aldri (Þóra fæddist árið 1847 en María árið 1906) en þó má
greina úr persónulegum gögnum þeirra talsverða viðleitni til að -
grein ingar á grundvelli klæðaburðar, siða, venja, tómstunda, menn-
ingar og lista.
María hóf að skrifa dagbækur í kringum 1920 þegar hún var 14
ára gömul og þær bera þess vitni að hún var tápmikil unglings -
stúlka sem hafði mikinn áhuga á tísku og borgaralegum skemmtun-
um en hneigðist síður að bóknámi. Hún sló mikið um sig á dönsku,
eins og heldra fólks var siður, en var þó enn hrifnari af ensku líkt og
önnur ungmenni sem hún skrifaðist á við.71 Þegar gögn eftir Maríu
eru skoðuð ein og sér væri auðvelt að lesa þau sem skrif dekraðar
yfirstéttarstúlku, líkt og Halldór Laxness og fleiri höfundar endur-
minninga hafa túlkað hegðun kvenna af hinni ráðandi stétt í gegn -
um tíðina.72 En þegar gjörðir kvennanna eru skoðaðar í ljósi kenn-
að klæða af sér sveitamennskuna 45
70 Sjá t.d.: Leora Auslander, „The Gendering of Consumer Practices in Ninet -
eenth-Century France“, The Sex of Things. Gender and Consumption in Historical
Perspective. Ritstj. Victoria de Grazia og Ellen Furlough (Berkeley: University
of California Press 1996), bls. 79–112, einkum bls. 81–83; Victoria de Grazia,
„Changing Consumption Regimes. Introduction“, The Sex of Things. Gender and
Consumption in Historical Perspective. Ritstj. Victoria de Grazia og Ellen
Furlough (Berkeley: University of California Press 1996), bls. 11–24, einkum
bls. 19–21; Lynn Abrams, „At home in the family: women and familial rela-
tionships“, The Routledge History of Women in Europe since 1700. Ritstj. Deborah
Simonton (London: Routledge 2006), bls. 14–53, einkum bls. 127–148; Lynn
Abrams, The Making of Modern Woman: Europe 1789–1918 (London: Longman
2002), bls. 29–37.
71 KSS. María Skúladóttir Thoroddsen. Einkaskjalasafn. 53 A 1. Dagbók 1920;
KSS. 53 B 1–3. Ýmis bréf.
72 Sjá t.d.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Hér er kominn Hoffinn, bls. 54–56; Mál -
fríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni (Reykjavík: Forlagið 2. útg. 2008), bls.
217–218; Eufemia Waage, Lifað og leikið. Minningar (Reykjavík: Bókfellsúgáfan
1949), bls. 62–63; Guðrún Guðjónsdóttir, Hús og fólk (Reykjavík: Dánarbú
Guðrúnar Guðjónsdóttur 1990), bls. 33.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 45