Saga - 2018, Síða 49
senda mjer það, ef þú beiddir þá og um leið breidd og verð, en eg þarf
ekki mjög breiðar gardínur. Það er víst ekki hægt að fá þær billegar við
Udsalg. Þú skilur, jeg vil extra fínar og moderne gardínur og þó ekki
mjög dýrar.76
Þóra gegnir þarna mikilvægu hlutverki í að viðhalda forræði ráð -
andi stéttar í staðbundnu samhengi Reykjavíkur í krafti stéttarstöðu
sinnar og ekki síst sökum þess hvar hún er stödd innan hins
þverþjóðlega rýmis yfirstéttarinnar, í kaupmannahöfn þar sem hún
hefur aðgang að neysluvörum og öðru sem er sjaldgæft í Reykjavík
og því fyrirtaks aðgreiningartæki.77 Þarna sést að þverþjóðleiki og
hreyfanleiki gegna lykilhlutverki í aðgreiningu þverþjóðlegrar ráð -
andi stéttar frá öðrum bæjarbúum.
Fleiri gátu reyndar notið góðs af þessari aðgreiningu dansk-
íslensku yfirstéttarinnar og valdaátök innan bæjarins komust á nýtt
flækjustig þegar litið er til Frakkanna sem dvöldu í Reykjavík á
þessum tíma. Þótt flestir hafi tilheyrt hópi hinna „framandi“ sjó -
manna þá voru umsvif Frakka á Íslandi fram að fyrri heimsstyrjöld
svo mikil að ýmiss konar fólk lagði leið sína til landsins til að veita
þeim þjónustu. Á meðal þeirra voru franskir læknar og hjúkrunar-
konur á spítalaskipum auk áhafna á herskipum sem skyldu gæta
flotans.78 Þá dvöldu einnig franskir kaupmenn í Reykjavík sem
stunduðu verslun við bæjarbúa og frönsku áhafnirnar. Einn þeirra
var E. Chouillou, forstjóri franska fyrirtækisins Mory & Cie í Hafnar -
stræti 18 sem var starfandi til ársins 1920. Chouillou tilheyrði hinni
þverþjóðlegu starfsstétt kaupmanna og hafði því talsverð tengsl við
hina ráðandi stétt í Reykjavík. Af endurminningum Sigurbjörns
Þorkelssonar kaupmanns, sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Mory
& Cie á árunum 1913–1920, má ráða að Chouillou hafi borist nokkuð
að klæða af sér sveitamennskuna 47
76 Þjms. Þ_ÞTh 192 II A. Bréf frá Jarþrúði Jónsdóttur til Þóru Pétursdóttur 8. októ-
ber 1901.
77 Þóra hefur t.a.m. gjarna milligöngu um nótnasendingar fyrir katrínu Thor -
oddsen, systur Þorvaldar: Þjms. Þ_ÞTh 192 III A. Bréf frá kristínu Thoroddsen
til Þóru Pétursdóttur 29. apríl 1901, 11. júní 1901, 12. júlí 1901, 25. október 1901,
5. desember 1901 og 11. febrúar 1902. Þóra sendir Torfhildi Hólm ýmiss konar
efni til borgaralegra hannyrða og listsköpunar: Þjms. Þ_ÞTh 192 III B. Bréf frá
Torfhildi Hólm til Þóru Pétursdóttur 10. febrúar 1896, 19. mars 1897, 11. júlí
1897, 6. febrúar 1898 og 23. júlí 1899. Þóra Magnússon biður hana um að út -
vega sér „spisetell“: Þjms. Þ_ÞTh 192 II A. Bréf frá Þóru Magnússon til Þóru
Pétursdóttur 19. maí 1898 og 15. ágúst 1898.
78 Elín Pálmadóttir, Fransí Biskví, bls. 192–245.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 47