Saga - 2018, Page 50
á í bænum, hélt meðal annars tíu rétta veislur fyrir heldra fólk bæjar -
ins á þjóðhátíðardegi Frakka þar sem viðhafðir voru svo flóknir
borðsiðir að Sigurbjörn átti í mestu vandræðum með að verða sér
ekki til skammar.79 Má geta sér til um að tilgangurinn með slíkum
íburði hafi verið að staðsetja Chouillou í hópi hinnar ráðandi stéttar
bæjarins andspænis íslenskri lægri stétt. Hann hafi ekki síður verið
að draga mörk milli hans sjálfs og Bretóna og Flandrara, sem á Ís -
landi voru einfaldlega kallaðir „frakkneskir sjómenn“ en voru þó
langt fyrir neðan Chouillou í virðingarstiganum vegna starfs síns,
uppruna og ekki síst stöðu gagnvart reykvísku samfélagi. Sömu -
leiðis má leiða líkur að því að það hafi verið mikið í húfi fyrir aðflutt
fólk sem tilheyrði hinni ráðandi stétt að aðgreina sig ekki aðeins frá
innlendri lægri stétt heldur einnig þeim fjölda erlendra sjómanna og
annarra lægra settra hópa hvers hreyfanleiki olli því að það bjó um
stundarsakir á jaðri reykvísks samfélags. Sá hreyfanleiki sem ein-
kenndi Reykjavík á tímabilinu 1890–1920 kallaði því fram marg-
slungnar valdaafstæður sem gátu leitt til núnings eða átaka.
Svo vikið sé aftur að miðlun aðgreiningartækja innan hinnar
ráðandi stéttar þá eru fleiri dæmi um að konur hafi gegnt þar mikil -
vægu hlutverki. Ein þeirra var Augusta Svendsen, fædd Augusta
Arnórína Snorradóttir í keflavík árið 1835, dóttir kristínar Gunnars -
dóttur og séra Snorra Sæmundssonar. Hún gekk í hjónaband með
Hendrik Henckel Svendsen, dansk-íslenskum kaupmanni, og flutt -
ist með honum til kaupmannahafnar þar sem Hendrik lést árið
1862, langt fyrir aldur fram. Augusta neyddist í kjölfarið til þess að
ættleiða yngstu dótturina Sophie frá sér, koma syninum Haraldi
Viggo fyrir í fóstri og snúa aftur til Íslands. Augusta fluttist svo aftur
til kaupmannahafnar ásamt bróður sínum en settist endanlega að á
Íslandi árið 1886 og rak þar verslun með vefnaðarvöru og hatta frá
Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku ásamt elstu dótturinni, (Henri -
ette) Louise. Sú hafði þá gifst inn í íslenska ráðandi stétt árið 1881
þegar hún gekk að eiga Björn Jensson, síðar yfirkennara við Lærða
skólann og son Jens Sigurðssonar rektors við sama skóla. Sophie til-
heyrði einnig heldri stéttum Danmerkur en fósturforeldrar hennar
voru herragarðseigendurnir Mathias Hamburg Seehusen Wilhjelm
og Louise Sophie Benedicte kristine Wilhjelm (fædd Fasting) og
eigin maður hennar var Laurits Christian Djörup, læknir í kaup -
íris ellenberger48
79 Sigurbjörn Þorkelsson, Himneskt er að lifa. Ekki svíkur Bjössi. Sjálfsævisaga II
(Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur 1968), bls. 200–201.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 48