Saga - 2018, Page 52
Fleira bendir til þess að fólkið sem tilheyrði hinum þverþjóðleg-
um rýmum hafi verið í flókinni og mótsagnakenndri stöðu gagnvart
nærsamfélagi sínu á tímabilinu 1890–1920 og gildir það jafnt um
danska innflytjendur og fólk sem var fætt á Íslandi og myndi í dag
teljast íslenskt. Þau tæki sem hin þverþjóðlega ráðandi stétt notaði
til aðgreiningar voru framandi í augum annarra bæjarbúa, ekki
aðeins vegna þess að þau voru fágæt og ekki á færi lág- og millistétt -
ar innar heldur ekki síst vegna þess að þau tilheyrðu öðrum kimum
hins þverþjóðlega rýmis yfirstéttarinnar. Sú flækja ólíkra fólksflutn-
ingsstrauma, menningar og tengslaneta sem einkenndi Reykjavík
hafði því grundvallaráhrif á stéttaskiptingu bæjarins.
Þetta kemur sérlega vel fram í ríkjandi viðhorfum til þeirrar
efnis menningar sem gegndi mikilvægu hlutverki í að afmarka hina
ráðandi stétt innan bæjarsamfélagsins. Árið 1917 birtist greinin
„Ísland og Norðurlönd“ eftir Sigfús Blöndal í tímaritinu Skírni. Í
greininni er Sigfús um margt jákvæðari í garð kaupstaðarmenning-
arinnar en aðrir höfundar á þessum tíma en jafnvel þótt hann reyni
að mæla erlendum áhrifum í þéttbýli bót er bersýnilegt að hann
telur siði og hætti heldri borgara erlenda. Þeir tilheyra öðru sam-
félagi en hinu reykvíska og íslenska, það er að segja „hinum“, og
einkennast þar með af framandleika:
Þegar svo er litið á þjóðlífið og verklegu sviðin má finna margs konar
áhrif frá Danmörku. Menningin í kaupstöðunum okkar er að miklu
leyti dönsk. Í verzlunar- og iðnarstéttunum okkar er fjöldi fólks sem
hefir mentast í kaupmannahöfn og flutt danska siði með sér, og að auk
allmargar danskar fjölskyldur, sem hafa haft talsverð áhrif á lífið í bæj-
unum. Heimili efnaðra borgara fá oft á sig líkt snið og sams konar
heimili í dönskum bæjum. Auðvitað er þetta eins konar millibilsástand
— eftir öllu að dæma verður lífið í íslenzku bæjunum með alíslenzkum
blæ þegar nokkrar kynslóðir eru liðnar.83
Á svipaðan hátt er efnismenning hinnar ráðandi stéttar víða fram-
andgerð þannig að henni er eignaður ákveðinn uppruni, annar en
íslenskur og jafnvel í andstöðu við það sem íslenskt þykir. Hendrik
Ottósson talar um að Reykvíkingar hafi gengið í tvenns konar skóm.
Annars vegar íslenskum skóm sem alþýða manna notaði, og hins
vegar dönskum skóm sem yfirstéttin notaði hversdagslega en aðrir
íris ellenberger50
83 Sigfús Blöndal, „Ísland og Norðurlönd“, Skírnir 91:2 (1917), bls. 141–159, eink-
um bls. 150.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 50