Saga - 2018, Side 53
ekki nema helst í kirkjuferðum.84 Þetta þýddi ekki endilega að skórnir
væru smíðaðir í Danmörku. Líklega voru „dönsku“ skórnir þó inn-
fluttir en „danskleiki“ þeirra vísar einnig til notendanna, hinnar
ráðandi stéttar sem hafði aðgang að slíkum „framandi“ vörum í
krafti þverþjóðleika síns og notaði þær til að aðgreina sig frá lægri
stéttalögum, þeim sem notuðu „íslenska“ skó.85 Sama má segja um
„danska búninginn“ eða „útlenda búninginn“, nánar tiltekið kjólana
eða „kjólbúninginn“, sem „heldri konur og stásskonur“ gengu í.86
Þar vísar heitið ekki einvörðungu til uppruna klæðnaðarins því þótt
efnið hafa vafalaust verið keypt að utan voru margir kjólanna
saumaðir á Íslandi, af innlendum og erlendum kjólameisturum.
„Danskleiki“ þeirra vísar því vafalaust til tengsla kvennanna sem
þeim klæddust við útlönd. Slíkt orðalag undirstrikar jafnframt fram-
andleika þeirra sem gengu í „dönskum“ eða „útlendum“ búningi og
„dönskum skóm“. Það fólk er framandgert, sett í stöðu „hinna“, sér
í lagi þegar þeim er stillt upp andspænis fólkinu sem gengur í
„íslensku“ skónum eða „íslenska“ búningnum, og styður við þá
niðurstöðu að hreyfanleiki hinnar ráðandi stéttar hafi ýtt undir
framandleika hennar innan bæjarsamfélagsins.87
Fjölmargir aðrir vitnisburðir styðja við þá tilgátu að hugmyndir
um fágun og góðan smekk hafi í Reykjavík aðallega verið settar í
samhengi við útlönd og staðið í tengslum við þau þverþjóðlegu
rými sem lágu milli bæjarins og Englands, Skotlands en þó aðallega
Danmerkur.88 Höfundar sem rituðu endurminningar sínar upp úr
að klæða af sér sveitamennskuna 51
84 Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, bls. 45–46.
85 Sjá einnig: Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970, bls. 101–
102.
86 Páll Líndal, Á götum Reykjavíkur, bls. 105.
87 Slíkt orðalagt er að finna víðar en í heimildunum sem getið er hér að ofan. Sjá
t.d.: Eufemia Waage, Lifað og leikið, bls. 21; Guðrún Guðjónsdóttir, Hús og fólk,
bls. 33; Matthías Þórðarson, Litið til baka. Endurminningar I (kaupmannahöfn:
[Án útg.] 1946), bls. 96–97; Þórbergur Þórðarson, Ljóri sálar minnar. Úr
dagbókum, bréfum og öðrum óprentuðum ritsmíðum frá árunum 1909–1917. Útg.
Helgi M. Sigurðsson (Reykjavík: Mál og menning 1986), bls. 60–62.
88 Sem dæmi má nefna að erlend ættarnöfn þóttu bera fágun vitni: Hendrik
Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, bls. 13–14. Erlend farartæki eins og
hestvagnar þóttu „lúxús-samgöngutæki“: Oscar Clausen, Með góðu fólki.
Endurminningar (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1958), bls. 44–45. Einnig má ráða
af orðum Ocars að það hafi þótt bera vitni um góðan smekk og fágun þegar
konur riðu um í enskum söðli, „sveifarlausum“: sama heimild, bls. 172. „Fínir
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 51