Saga - 2018, Page 56
hinnar ráðandi stéttar var miðlað í gegnum þessi félagslegu rými.
Þar virðast konur hafa gegnt mikilvægu hlutverki en þær fengu í
kjölfarið á sig orðspor fyrir hégóma, tildur og prjál. kenningar
Bourdieus varpa þó öðru ljósi á þessa viðleitni hinnar ráðandi
stéttar til að aðgreina sig frá öðrum félagslegum hópum í gegnum
fágun og smekk. Í ljósi kenninga hans um mikilvægi fágaðs smekks
fyrir völd stéttarinnar verða tilraunir reykvískra yfirstéttarkvenna
til að komast yfir „réttan“ útbúnað í bestu stofur og „móðins“ höfuð -
föt rökréttar leiðir sem miða að því að skapa fjarlægð milli sín og
Reykvíkinga sem höfðu ekki sambærilega stéttarstöðu. Slíkar að -
ferðir voru mikilvæg valdatæki fyrir þessar konur og hefur þýðing
þeirra síst verið minni í samfélagi sem tvöfaldaðist að stærð á ára-
tugs fresti sökum flutninga fólks af hinni lægri stétt á mölina. Einnig
skipti máli fyrir þá útlendinga sem tilheyrðu eða vildu tilheyra
hinni ráðandi stétt að aðgreina sig frá sjómönnum og öðru farand-
fólki sem stóð á jaðri samfélagsins og vakti þar af leiðandi tortryggni
og ótta meðal þeirra sem höfðu fasta búsetu í bænum.
Hér hefur því verið leitt í ljós hvernig sá mikli hreyfanleiki sem
einkenndi löndin í kringum Atlantshafið á tímabilinu 1890–1920 lét
Ísland ekki ósnert og hvernig landið, sér í lagi Reykjavík, tengdist
inn í fólksflutninga tímabilsins, bæði þunga strauma sem lágu milli
Evrópu og Norður-Ameríku sem og mun umfangsminni flutninga,
nánar tiltekið milli Íslands og Danmerkur og úr íslenskri sveit til
höfuðborgarinnar. Greint hefur verið frá því hvernig þetta mismun-
andi flæði fólks tvinnaðist saman og myndaði snertifleti ólíkrar
menn ingar í Reykjavík og lögð sérstök áhersla á að skoða áhrif
hreyfanleika, þverþjóðleika og framandleika á valdaformgerðir bæj-
arins. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að Reykjavík hafi
á tímabilinu 1890–1920 verið flækt rými á mótum ólíkra fólksflutn-
ingsstrauma. Í slíku rými tvinnuðust þjóðerni, stétt og kyngervi
saman við að móta samþætta reykvíska menningu sem kallaði fram
margslungnar valdaafstæður sem leiddu af sér að mörkin milli mis-
munandi menningarheima, þjóðerna, stétta, „okkar“ og „hinna“
voru óskýr. Innflutningur kvenna af hinni ráðandi stétt á borgara-
legum lifnaðarháttum er eitt dæmi um hvernig hópur bæjarbúa
reyndi að skerpa á þessum mörkum með því að skapa fjarlægð milli
hinnar ráðandi stéttar annars vegar og lægri stéttarinnar hins vegar.
Sú aðgreining grundvallaðist þó að hluta til á innflutningi á neyslu-
vöru, siðum og gildum sem voru framandi í augum flestra bæjar -
búa. Tengsl þeirra við framandleika truflaði því um leið skilin milli
íris ellenberger54
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 54