Saga - 2018, Side 59
sverrir jakobsson
Hin sársaukafullu siðaskipti
Menningarlegt minni í Biskupaannálum
Jóns Egilssonar
Hér er fjallað um mótun menningarlegs minnis (e. cultural memory) um
siðaskiptin og rætt um söguvitund og menningarlegt minni í Biskupa -
annálum Jóns Egilssonar. Biskupaannálarnir marka tímamót í íslenskri
sagnaritun, því þeir marka upphaf annálaritunar eftir rúmlega 170 ára
hlé. Þeir eru áhugaverðir til rannsóknar á menningarlegu minni þar
sem Jón Egilsson byggði ekki á ritheimildum heldur á munnlegri
geymd, minningum hans sjálfs en þó einkum annarra. Mestu átökin
sem finna má í sögu Jóns tengjast siðaskiptunum og atburðarás þeirra,
en Jón var einungis barn að aldri þegar þeirri sögu lauk. Biskupaann -
álar Jóns Egilssonar eru sagnarit sem ritað var í þágu valdastofnunar,
þ.e. lútersku kirkjunnar. Hún festir í sessi sjálfsmynd íbúa Skálholts -
stiftis sem dyggra konungssinna og stuðningsmanna siðbótarinnar.
Jafnframt einkennist verkið þó einnig af hollustu við kirkjuna eins og
hún var fyrir siðaskiptin og þá biskupa sem þá ríktu og voru nátengdir
fjölskyldu sagnaritarans. Það skapar vissa spennu innan verksins en
endurspeglar einnig viðhorf innan samfélagsins þar sem almenningur
í Skálholtsstifti var ekki gagnrýninn á fyrri skipan kirkjunnar á Íslandi
eða áhugasamur um róttækar breytingar á henni.
Sagnaritun og menningarlegt minni
Það er hér svo í þessu, sem í fleirum frásögnum, að hér verður margs
að geta, og kemur þó allt niður í einum stað, svo sem að mörg vötn
falla í sjó og koma þaðan aptur, en minn frómur lesari! lagfær og les í
málið, og legg það í minni sem lærdómur er að.1
Siðaskiptin á sextándu öld marka mikilvæg tímamót í sögu Íslands
en ofbeldið sem fylgdi þeim skildi líka eftir sig djúp sár.2 Saga
Saga LVI:2 (2018), bls. 57–83.
1 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að
fornu og nýju I. bindi. Útg. Jón Sigurðsson (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1856), bls. 29.
2 Sjá t.d. Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist. Um ofbeldi, spennu, átök og
hrun á siðbótartímanum“, Skírnir 189 (2015), bls. 53–85..
Sverrir Jakobsson, sverrirj@hi.is
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 57