Saga - 2018, Blaðsíða 61
Menningarlegt minni er jafnframt iðulega hlutgert og stofnanavætt
af sagnariturum sem rita í þágu valdastofnana. Þannig verða til
menn ingarleg kennileiti sem sagnaritarar geta vísað til í orðræðu
um eigin sjálfsmyndir.
Ekki er samsvörun á milli menningarlegs minnis og niðurstaðna
gagnrýninna sagnfræðirannsókna. Sögulegt og menningarlegt minni
er ávallt til sem hluti af mannlegu samfélagi, en sagnaritun sem
byggir á gagnrýninni hugsun og heimildarýni verður einungis til
við vissar sögulegar kringumstæður þar sem tækifæri eru til að sinna
henni. Hér er ætlunin að fjalla fyrst og fremst um sagnaritun Jóns
Egilssonar í samhengi við menningarlegt minni fremur en að tengja
hann við gagnrýna sagnfræði eins og hún þróaðist á nítjándu og
tuttugustu öld og má færa að því rök að það sé í samræmi við mark -
mið hans með sagnaritun sinni.
Í menningarlegu minni, líkt og einstaklingbundnum minning -
um, felst iðulega vinna með sársaukafulla atburði í fortíðinni. Í sam-
félögum sem ganga í gegnum slíka reynslu kemur upp þörf fyrir
upprifjun, endurskilgreiningu og goðsagnamyndun um hina erfiðu
atburði.7 Í því tilviki sem hér um ræðir var hinn sársaukafulli at -
burður siðaskiptin sem framkvæmd voru í Skálholtsbiskupsdæmi á
árunum 1537–1551. Þau höfðu mótandi áhrif á ritara Biskupa ann -
álanna, Jón Egilsson, en einnig á þá sem honum stóðu næst. Saga
siðaskiptanna var saga hetjuskapar, svika, glataðrar fortíðar og nýrra
tækifæra.
Hér á eftir verður rýnt í vinnubrögð Jóns Egilssonar við ritun
Bisk upaannálanna, úr hvaða efniviði hann hafði að moða og hvernig
hann nýtti sér bæði munnlega geymd og vitnisburð sjónarvotta að
einstökum atburðum. Sjónarhorn Jóns verður tekið til athugunar
með hliðsjón af því hvaða hópar fólks koma við sögu í Biskupa -
annálum og til hvaða landshluta frásögn þeirra nær. Sérstaklega
verður hugað að hinum sársaukafulla atburði, siðaskiptunum, og
afstöðu Jóns til þess sem þá gerðist. klerkar koma þar mjög við sögu
en einnig verður reynt að greina viðhorf Jóns til hins veraldlega
valds, hvaða hlutverki hann taldi það eiga að gegna og að hvaða
leyti honum fannst frammistöðu veraldlegra valdsmanna ábóta -
vant. Að lokum verður svo litið til þagnanna í Biskupaannálunum,
hin sársaukafullu siðaskipti 59
7 Sjá t.d. Aleida Assmann, „Memory, Individual and Collective“, The Oxford
Handbook of Contextual Political Analysis. Ristj. Robert E. Goodin og Charles Tilly
(Oxford: Oxford University Press 2006), bls. 210–224.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 59