Saga - 2018, Síða 62
það sem þar er ekki sagt um siðaskiptin. Skilningur á menningar -
legu minni snýst ekki einungis um þá sögu sem er sögð heldur
einnig um það sem ekki er sagt. Þagnir í Biskupaannálum eru því
merkingarbærar.
Sjálfsmynd sagnaritara: Hver var Jón Egilsson?
Á upphafsárum sautjándu aldar settist Jón Egilsson, prestur á Hrepp -
hólum í Hrunamannahreppi, við ritun sagnarits um biskupa í
Skálholti sem yrði eins konar framhald af Hungurvöku, sögu fyrstu
biskupanna í Skálholti fram til 1176, sem Jón átti sjálfur í af riti.8 Rit
Jóns nefndist Biskupaannálar og er eitt af allra fyrstu ritunum um
innlenda samtímasögu um langt skeið, eða frá því að annálaritun
lagðist niður á Íslandi í upphafi fimmtándu aldar.9 Hér er því um
tímamótaverk að ræða, upphafið að endurreisn íslenskrar mennta-
hefðar á sautjándu öld.
Jón Egilsson var prestur í Hrepphólum 1571–1608 og tók við því
brauði af afa sínum, Einari Ólafssyni (1497–1580), sem jafnframt er
mikil vægur heimildarmaður Biskupaannála. Jón virðist þó hafa flutt
í Skálholt laust eftir aldamótin 1600 og verið þar hjá biskupnum,
Oddi Einarssyni (1559–1630). Árið 1601 skrifaði hann upp Hungur -
vöku og tímasetti þá uppskrift með eigin hendi.10 Virðist nærtækt
að Jón hafi hafið ritun Biskupaannála í kjölfarið og lokið því verki
árið 1605.11
Biskupaannálar Jóns Egilssonar eru ekki ópersónuleg lýsing á
fortíðinni eins og hún var í raun og veru heldur saga þar sem frá-
sagnarverðar staðreyndir hafa verið valdar en öðrum hafnað. Jón
Egilsson lýsir í upphafi aðferð sinni við valið og telur upp fimm
meginatriði sem hafa ráðið því:
sverrir jakobsson60
8 Þetta er handritið AM 110, 8vo (Stofnun Árna Magnússonar), sjá Katalog over
den arnamagnæanske Håndskriftsamling. 2 bindi. Útg. kristian kålund (kaup -
manna höfn 1888–1894, I), bls. 397. Í upphafi átjándu aldar kallaði Árni Magnús -
son þetta sagnarit „continuatio Hungurvöku“, sjá Jón Sigurðsson, „„Biskupa-
annálar Jóns Egilssonar“. Formáli“, Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta
að fornu og nýju I. bindi (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1856),
bls. 22.
9 „[S]jálfur hefir hann ekki nefnt það nokkuru nafni né sett fyrirsögn fyrir því“,
sbr. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV. Rithöf -
undar (Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar 1926), bls. 47.
10 Jón Sigurðsson, „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar. Formáli“, bls. 20.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 60