Saga - 2018, Page 64
annálum. Jón hafði einnig fjölskyldutengsl við Ögmund Pálsson,
biskup í Skálholti 1520–1539. Ásdís, systir Ögmundar, var móðir
Sig mundar Eyjólfssonar sem var kosinn biskup á eftir Ögmundi en
lést í vígsluferðinni til kaupmannahafnar. Sigmundur átti eina dótt-
ur, katrínu, sem var eiginkona Egils Einarssonar og móðir Jóns og
systkina hans. Í Biskupaannálum greinir Jón frá þessum tengslum
og bætir við: „Sá ætthríngur er hér kunnugur.“15 Þá virðist séra Einar
Ólafsson hafa verið trúnaðarmaður Ögmundar biskups því að hann
fól honum að sækja silfur og gripi austur á Hjalla eftir að Ög mund -
ur hafði verið handtekinn.16
Tafla 1. Tengsl Jóns Egilssonar við Skálholtsbiskupa
Jón Egilsson var því tengdur seinasta kaþólska biskupnum í Skál -
holti í móðurætt en næstseinasta kaþólska biskupnum í föður ætt.
Hann virðist hins vegar ekki hafa haft náin fjölskyldutengsl við lút-
ersku biskupana þrjá sem fylgdu á eftir. Á hinn bóginn kynntist Jón
þriðja lúterska biskupnum, Gísla Jónssyni, á meðan hann var í skóla
í Skálholti og lýsir honum afar lofsamlega í Biskupa annálun um:
Frá því herra Gísli hann kom í Skálholt, þá jókst lærdómurinn, en lagð -
ist af víðast sú pápiska vísa; fram dróg hann í öllu eptir megni guðs
orð, bæði í útlagníngu og skrifi, alla sína daga, á hvers dögum að kenni -
lýður fjölgaði mjög, og hann styrkti þá marga um bækur, postillur og
pappír, og um hvað þeir vildu biðja, og hvar hann fann nokkurn þann
sverrir jakobsson62
15 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 74.
16 Sjá Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV, bls. 42.
Jón Egilsson Hallbera Ásdís Ögmundur Pálsson
biskup 1520–1539
Ólafur
Stefán biskup Einar Ólafsson Sigmundur Eyjólfsson
1491–1518 f. 1497 d. 1537
Egill katrín
Einarsson f. 1531
f. 1525
Jón Egilsson Ólafur Egilsson
f. 1548 f. 1564
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 62