Saga - 2018, Qupperneq 65
sem iðinn var að lesa og skrifa og læra, á honum hafði hann þóknan.
Eg má það meðkenna, hann varð mér bæði faðir og móðir í þeim grein-
um, alla tíma, og svo mega flestir segja sem hér voru í Skálholti á hans
dögum, hvers margir hafa enn not.17
Afstaða Jóns til hins kaþólska siðar, sem hafði ríkt á dögum frænda
hans, og hins lúterska sem hinn andlegi faðir hans og móðir, Gísli
Jónsson, boðaði, gat því engan veginn verið klippt og skorin. Hann
hafði tengsl við menn báðum megin víglínunnar.
Tímavídd biskupaannálanna
Biskupaannálar Jóns Egilssonar rekja sögu biskupsstólsins í Skál -
holti frá stofnun hans og fram á daga Gísla Jónssonar, sem lést 1587,
þ.e. fjalla um alla forvera Odds Einarssonar á biskupsstóli. Um flesta
biskupana hefur Jón hins vegar frá litlu að segja og nýtir sér ekki rit-
heimildir. Í upphafi verksins talar hann um annálinn „sem eg hafi
áður skrifað“ en efni hans var, samkvæmt Jóni, „hvernig það Skál -
holt var fyrst bygt, og hver það gjörði, og hverir hans ættmenn
voru“.18 Þar virðist vera vísað til Hungurvöku, sem Jón skrifaði upp
fyrir Odd biskup skömmu áður. Hann segir því fátt um fyrstu fimm
biskupana í Skálholti til að forðast skörun við hana. Um þann sjötta,
Þorlák helga, hefur hann örlítið meira að segja, en áhugi Jóns á Þor -
láki er þó bundinn við deilur hans við Jón Loftsson. Þar virðist hann
kannast við frásagnir sem ættaðar eru úr Oddaverjaþætti en þó
fylgir frásögnin ekki þættinum þar sem Jóni er eignað að hafa ætlað
að ráðast á Þorlák, en í þættinum er það tilræði, sem ekki varð af,
eignað Þorsteini syni Jóns. Þá er bætt við sögu þar sem Jón Egilsson
greinir frá sýn Jón Loftssonar þar sem hann leit niður til helvítis og
„honum kom þá til hugar að heita því, að mótstanda aldri Þorlák
biskup“.19 Jón fer því ekki sérlega nákvæmlega eftir ritheimildum
sem hann hafði lesið eða heyrt endursagðar, heldur bætir við þjóð -
sagna kenndu efni.
Í Biskupaannálunum eru svo taldir upp Skálholtsbiskuparnir
Páll Jónsson (d. 1211), Magnús (Gissurarson, d. 1237) og „Sigurður“
(Sigvarður Þéttmarsson, d. 1268) og bætir Jón við: „Ekki hefi eg
hin sársaukafullu siðaskipti 63
17 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 106.
18 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 29.
19 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 31.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 63