Saga - 2018, Page 66
heyrt sagt nokkuð um það, hvað skeð ellegar við hafi borið á meðan
þessir þrír voru biskupar.“20 Þó er fjallað um alla þessa biskupa í
Sturlungu auk þess sem að sérstök saga var rituð um Pál biskup.
Um Árna biskup Þorláksson bætir hann við: „[E]kki er og heldur
um hann grandið, það eg muni, hvorki sagt né skrifað.“21 Það er því
ljóst að Jón vissi ekki af biskupasögum um Pál og Árna, né hafði
hann kynnt sér frásagnir Sturlungu um aðra biskupa. Ekki virðist
hann hafa þekkt nein munnmæli til að bæta sér upp aðgengisleysi
að ritheimildum.
Jón Egilsson heldur svo áfram að telja upp biskupa á fjórtándu
öld en hefur fáar sögur að segja af þeim öllum. Hann segir frá eld-
gosum sem hann telur að hafi gerst á þessari öld og segir eina þjóð -
sögu af viðskiptum Gyrðis biskups (d. 1360) við Eystein, sem kvað
Lilju, og Jón telur hafa verið munk í Þykkvabæjarklaustri. Í þeirri
sögu eru endursagðar tvær hendingar úr vísum.22 Ekki er ljóst hver
heimild Jóns er fyrir þessari sögu en það sem helst kemur saman
við eldri heimildir er nafn biskupsins. Þannig er um flesta hluti þar
sem hægt er að bera vitnisburð Jóns saman við samtímaheimildir.
Um fjöll un Jóns um Skálholtsbiskupa fram yfir 1400 virðist því ekki
segja mikið til um menningarlegt minni í nágrenni Jóns en þó er
það í sjálfu sér áhugavert að biskupar sem voru uppi 200–400 árum
fyrir ritun Biskupaannálanna voru meira eða minna fallnir í gleymsku
og í þeim tilvikum þar sem Jón hafði ekki aðgang að ritheimildum
gat hann lítið sagt um þá. Munnleg geymd fyllti þar ekki í nein
skörð.
Þegar kemur að fimmtándu öldinni þá er enn minna um ritheim-
ildir til samanburðar þar sem annálaritun var á undanhaldi og sein -
asti annállinn, Nýiannáll, rekur ekki þróun mála eftir 1430. Um -
fjöllun Jóns Egilssonar um Skálholtsbiskupa á fimmtándu öld var þó
töluvert efnismeiri en um fyrri biskupa en ekki að sama skapi áreið -
an legri. Í fyrsta lagi er nú að finna ættfræðiupplýsingar og koma
þær fyrst fram í umfjöllun um biskupana Svein Pétursson (ríkti 1466–
1476) og Magnús Eyjólfsson (ríkti 1477–1490) og þó mun ítarlegri
um hinn síðarnefnda þar sem rækilega er sagt frá afkomendum
Ingi bjargar, systur Magnúsar. Því má segja að munnleg geymd í
sverrir jakobsson64
20 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 31.
21 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 31.
22 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 32–33.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 64