Saga - 2018, Page 67
Bisk upaannálum virðist ná aftur um 140 ár þegar kemur að ættar-
tölum en skemur hvað varðar atburði.
Efnislega reynist ekki mikið að marka það sem Jón segir um
Skálholtsbiskupa á fimmtándu öld. Jón nefnir þrjá biskupa án þess
að taka fram föðurnafnið, væntanlega vegna þess að hann hefur
ekki þekkt það, en nokkuð er um eyður í biskupatalinu. Þær sögur
sem Jón þekkir af einstökum biskupum eru einkum flökkusagnir og
tengjast iðulega yfirnáttúrulegum atburðum. Til dæmis segir hann
eftirfarandi sögu sem á að hafa gerst á dögum biskupanna Sveins og
Magnúsar (þ.e. á milli 1466 og 1490):
Það hafði og skeð á Grund í Eyjafirði, að umboðsmaður frá Bessa -
stöðum hann reið um land og gjörði miklar óspektir, bæði í kvenna
legorðum og fjár upptektum, þar til hann kom þar. Þá hafði þar búið
ein hustrú og ekkja. Um kvöldið eptir það, þá háttað var, bauð hún
honum þrjú boð fyrir sig og sína, en hann vildi engin þiggja. Hún bauð
þá sínum mönnum að slá þá. Af þeirra vörn varð ekki mikið, en um -
boðsmaður komst út í gluggann og ætlaði þar út, en einn komst þar að,
og lagði til hans með spjóti, en hann greip við munninum, svo hinn gat
ekki aptur náð af honum, svo hélt hann fast; hann bað þá einhvern
koma sér til hjálpar; einn kom að með lagvopn og sló á hnakkann, svo
þar gekk út spjótið, en sá á því fyrir tönnunum. Sögn manna var það,
hann mundi aldri hafa unnizt ef hann hefði komið fyrir sig vörn — og
að þar sjái enn höggin í bitum og stöfum.23
Þessi frásögn vísar til Grundarbardaga 1361 en sá atburður var sam-
ofinn helstu valdatogstreitu í íslensku samfélagi á sínum tíma.24
Í þessari frásögn hefur hann hins vegar ekki einungis færst til um
eina öld, en er að auki ekki tengdur við pólitísk deiluefni á fjórtándu
öld heldur persónulega ágalla umboðsmannsins og þá fyrst og
fremst ofbeldi við konur. Engar staðreyndir sitja eftir tengdar hinni
upphaflegu sögn nema að umboðsmaður konungs hafi verið drep-
inn á Grund í Eyjafirði en öll minning um nánari málavexti eða póli-
tískt samhengi atburðarins er horfin. Þetta er til marks um hina per-
sónuhverfu sögusýn ritunartímans, sem áður hefur verið minnst á,
en einnig um virkni hins menningarlega minnis. Grundarbardagi
hafði markað spor í því sem óvenjulegur og dramatískur atburður
hin sársaukafullu siðaskipti 65
23 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 39.
24 Sjá Sverrir Jakobsson, „Ísland á leigu. Átök og andstæður 1350–1375“, Saga 52:1
(2014), bls. 76–98.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 65