Saga - 2018, Blaðsíða 68
en upphaflegt pólitískt samhengi hans var gleymt. Hann þróaðist
yfir í dæmisögu um æskilega hegðun embættismanna sem hafði
töluverða skírskotun til samtíma Jóns Egilssonar, en nánar verður
fjallað um afstöðu hans til embættismanna á sextándu öld hér á eftir.
Um Grundarbardaga höfum við til samanburðar samtímaheim-
ildir sem gera okkur kleift að sjá hversu lítið af upphaflegu sam -
hengi atburðarins hefur varðveist. Svo er ekki alltaf. Til dæmis eru
Biskupaannálarnir ein elsta frásagnarheimildin um víg Jóns Ger -
reks sonar biskups en engin ástæða er til þess að ætla að Jón Egilsson
hafi haft úr traustari heimildum að moða varðandi það en um
Grundarbardaga eða önnur atvik í fjarlægri fortíð þar sem frásögn
hans reynist iðulega óáreiðanleg. Um tildrög vígsins segir í Biskupa -
annálum:
Hann reið víða um land og gjörðu hans menn mikinn óskunda, en tóku
ríkismenn til fánga. Þar eru sérdeilis tveir menn tileinkaðir: annar frá
Bjarnarnesi, hann hét Teitur, en annar frá Möðruvöllum, Þorvarður Lopts -
son, sonur Lopts hins ríka, sem seinna skal frá segja. Þessa báða flutti
biskup og hans sveinar í Skálholt og settu í járn og létu þá berja fiska.25
Í endursögn Jóns Egilssonar er ástæðan fyrir vígi Jóns Gerrekssonar
hefnd þessara tveggja höfðingja vegna yfirreiðar biskups og er erfitt
að afsanna það þar sem ítarlegum heimildum er ekki til að dreifa.
Margt er samt sem áður tortryggilegt við þessa frásögn, t.d. voru
báðir þessir menn búsettir norðanlands á þessum tíma. Teitur, sem
Jón veit ekki að var Gunnlaugsson, var Skagfirðingur en Þorvarður
Loftsson Eyfirðingur. Skálholtsbiskup hefur varla farið í yfirreið í
Hólabiskupsdæmi þar sem annar biskup var fyrir. Einnig er því
haldið fram að sveinar biskups, sem sagðir eru írskir, hafi verið
drepnir í Skálholtskirkju. Þeir áttu að hafa valdið brennunni á kirkju -
bóli skömmu áður þar sem Ívar hólmur Vigfússon, mágur Þorvarðs,
var veginn. Heimildin fyrir því að sveinarnir hafi verið írskir virðist
hafa verið örnefnið Íragerði þar sem sagt var að þeir hefðu verið
dysjaðir. Sagt er frá því í fleiri heimildum að Jón Gerreksson hafi
verið drepinn og vel má vera að rétthermt sé hér hvaða höfðingjar
stóðu að víginu en að öðru leyti er frásögn Biskupaannála líklega
ekkert betri heimild um þennan atburð en aðra frá fimmtándu öld.26
sverrir jakobsson66
25 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 34.
26 Páll Eggert Ólason bendir á að ef frásögn Jóns sé borin saman við frásögn
Björns Jónssonar á Skarðsá af sama efni gæti ósamræmis „og má þó vera, að til
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 66