Saga


Saga - 2018, Page 73

Saga - 2018, Page 73
ekki til hafna og forgengu þar, því enginn sagði þeim leið. Það skip var hlaðið ekki utan af víni, svo það er manna mál, að þeim sýndist lit rauð um bregða á sjóinn, þar sem skerin brutu skipið; þar af komst fyrir liðinn og tveir menn aðrir; hann var lángt utan úr löndum og hafði ætlað með drukkinn í brúðkaup sitt, ógurlega ríkur; það skipt hafði ekki verið gjört nema af cipressus-viði, og af honum sá ég mikið hér í Skálholti; hann hafði sagt, hver hann hefði vísað sér til hafnar með allt sitt, sá skyldi hafa fengið svo mikið gull og silfur, sem hann hefði verið þúngur til, hversu stór sem hann hefði verið. Mig minnir að baðstofan á Læk á Barðaströnd hafi átt að vera smíðuð af þeim viði; um vorið kom hann sér í skip með Engelskum.33 Hér eru tímamörk ekki einungis óljósari heldur engin nöfn nefnd og engin tenging er við persónur í samtímanum. Á hinn bóginn er vís - að á minjar, m.a. í Skálholti, sögunni til staðfestingar og má því líta á hana sem eins konar upprunasögn. Enda þótt Biskupaannálarnir séu fyrst og fremst saga kirkju og yfirstéttar þá kemur fyrir að alþýðufólki er fylgt eftir í gegnum söguna. Til dæmis segir Jón frá eldgosi í Heklu sem á að hafa hafist 25. júlí 1510 og hann telur fyrirboða bólusóttar sem kom upp nokkrum árum síðar: Austur á landi skeði það svo, að sá maður bjó í Mörk, er Eysteinn hét, hann flúði í þessum eldsgángi með konu sína, og maður með honum; maðurinn drapst í flóttanum, en hann kom konunni undir einn stóran melbakka, og breiddi yfir hana föt og þófa, en hann komst sjálfur með harðfengni til bæja, en þó mjög barinn og stirður.34 Eins og í mörgum sögum mætti ætla að hann væri þar með úr sög- unni en svo er þó ekki. Skömmu síðar segir frá ýmsum helstu sam - tíðar mönnum Stefáns biskups, þar á meðal stórbokkanum Torfa Jónssyni sem bjó í klofa á Landi: Torfi lét drepa þann mann útlenzkan á Hrauni í Ölvesi, er Lénarð hét; hann hafði sezt með ráni á Arnarbæli og heitazt við að drepa Torfa. Með Lénarði var sá maður, 18 vetra, er Eysteinn hét; hann varði einn dyrnar, svo enginn komst inn, fyr en þeir rufu húsin; sá sami maður var alla æfi síðan á Landi, og það er sá hinn sami sem flúði undan eldgáng- inum í Heklu með konu sína, sem áður er sagt.35 hin sársaukafullu siðaskipti 71 33 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 46–47. 34 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 45. Tímatal þessa goss er annars á reiki hjá Jóni. Hann telur að Hans konungur í Danmörku hafi látist sama dag og gosið braust út, en hann lést ekki fyrr en í febrúar 1513. 35 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 53. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.