Saga - 2018, Page 73
ekki til hafna og forgengu þar, því enginn sagði þeim leið. Það skip var
hlaðið ekki utan af víni, svo það er manna mál, að þeim sýndist lit
rauð um bregða á sjóinn, þar sem skerin brutu skipið; þar af komst
fyrir liðinn og tveir menn aðrir; hann var lángt utan úr löndum og hafði
ætlað með drukkinn í brúðkaup sitt, ógurlega ríkur; það skipt hafði
ekki verið gjört nema af cipressus-viði, og af honum sá ég mikið hér í
Skálholti; hann hafði sagt, hver hann hefði vísað sér til hafnar með allt
sitt, sá skyldi hafa fengið svo mikið gull og silfur, sem hann hefði verið
þúngur til, hversu stór sem hann hefði verið. Mig minnir að baðstofan
á Læk á Barðaströnd hafi átt að vera smíðuð af þeim viði; um vorið
kom hann sér í skip með Engelskum.33
Hér eru tímamörk ekki einungis óljósari heldur engin nöfn nefnd og
engin tenging er við persónur í samtímanum. Á hinn bóginn er vís -
að á minjar, m.a. í Skálholti, sögunni til staðfestingar og má því líta
á hana sem eins konar upprunasögn.
Enda þótt Biskupaannálarnir séu fyrst og fremst saga kirkju og
yfirstéttar þá kemur fyrir að alþýðufólki er fylgt eftir í gegnum söguna.
Til dæmis segir Jón frá eldgosi í Heklu sem á að hafa hafist 25. júlí 1510
og hann telur fyrirboða bólusóttar sem kom upp nokkrum árum síðar:
Austur á landi skeði það svo, að sá maður bjó í Mörk, er Eysteinn hét,
hann flúði í þessum eldsgángi með konu sína, og maður með honum;
maðurinn drapst í flóttanum, en hann kom konunni undir einn stóran
melbakka, og breiddi yfir hana föt og þófa, en hann komst sjálfur með
harðfengni til bæja, en þó mjög barinn og stirður.34
Eins og í mörgum sögum mætti ætla að hann væri þar með úr sög-
unni en svo er þó ekki. Skömmu síðar segir frá ýmsum helstu sam -
tíðar mönnum Stefáns biskups, þar á meðal stórbokkanum Torfa
Jónssyni sem bjó í klofa á Landi:
Torfi lét drepa þann mann útlenzkan á Hrauni í Ölvesi, er Lénarð hét;
hann hafði sezt með ráni á Arnarbæli og heitazt við að drepa Torfa.
Með Lénarði var sá maður, 18 vetra, er Eysteinn hét; hann varði einn
dyrnar, svo enginn komst inn, fyr en þeir rufu húsin; sá sami maður var
alla æfi síðan á Landi, og það er sá hinn sami sem flúði undan eldgáng-
inum í Heklu með konu sína, sem áður er sagt.35
hin sársaukafullu siðaskipti 71
33 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 46–47.
34 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 45. Tímatal þessa goss er annars á reiki
hjá Jóni. Hann telur að Hans konungur í Danmörku hafi látist sama dag og
gosið braust út, en hann lést ekki fyrr en í febrúar 1513.
35 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 53.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 71