Saga - 2018, Blaðsíða 75
Biskupaannálarnir og siðaskiptin
Jón Egilsson var lúterskur prestur sem hafði verið lengi við nám í
Skálholtsskóla og gerðist veislumaður á framfæri biskupsins í Skál -
holti þegar hann lét af prestskap. Þegar rætt er um afstöðu hans til
hinnar lútersku kirkju þá verður að taka mið af því að hann var
sjálfur hluti af þeirri stofnun. Jón dregur enga dul á tengsl sín við
kirkjuna eða samúð sína með trúarlegum og menningarlegum mark -
miðum hennar. Til dæmis hælir hann Gísla Jónssyni biskupi fyrir
framfarir í menntun: „Frá því herra Gísli hann kom í Skálholt, þá
jókst lærdómurinn, en lagðist af víðast sú pápiska vísa“.38 Ber ekki
á öðru en að Jón sé sáttur við þetta og endurómar sú afstaða hans í
yngri sagnaritum sem fjalla um þessar breytingar, bæði hugmyndin
um hrun menntunar á dögum fyrstu biskupanna eftir siðaskipti en
einnig endurreisn hennar á dögum Gísla og samtíðarmanna hans.39
Á hinn bóginn er Jón greinilega ósáttur við sumt sem gerðist á dög-
um Gísla, til dæmis
jarðaskiptin við þá Dönsku … Þeir tóku að ser allar jarðir þær er kirkjan
átti suður um öll Nes, en fengu þeim í Skálholti aptur Bjarnarnes og
þess eignir, með nokkrum jörðum í Borgarfirði, sem herra Ögmundur
hafði átt, hvað mörgum þótti ójafn kaupskapur, bæði að dýrleika og
inntektum, sem mörgum er kunnugt; en ef herra Gísli mælti nokkuð í
móti þessu, eður nokkru því sem þeir vildu uppásetja þá heituðust þeir
við að setja hann í burt af stólnum, og setja annan þángað, sem gjörði
allt að þeirra vilja.40
Jóni þykir því sem að hagur kirkjunnar hafi þrengst en kennir ekki
sjálfum siðaskiptunum um heldur ofríki yfirvalda sem hann kallar
„þá dönsku“.41 Þá er honum umhugað að koma því til skila að Gísli
biskup hafi ekkert getað gert við þessu og ekki sé því hægt að kenna
honum um þessi slæmu umskipti.
Lýsing Jóns á siðaskiptunum sjálfum, hinum sársaukafulla
atburði sem gerðist áður en Jón komst til vits og ára, ýtir að einhverju
leyti undir þessa aðgreiningu sem hann gerir á milli lúterska bisk-
hin sársaukafullu siðaskipti 73
38 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 106.
39 Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist“, bls. 60.
40 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 105.
41 Gunnar karlsson hefur fjallað rækilega um viðhorf Íslendinga til Dana á
siðaskiptatímanum, sjá „Íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“, Skírnir
173:1 (1999), bls. 141–178, sjá einkum bls. 155–159 varðandi Jón Egilsson.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 73