Saga - 2018, Side 82
Egilsson eignar nafna sínum, séra Jóni Bjarnasyni, ráðsmanni í Skál -
holti, hugmyndina um að taka þá af lífi, en tekur fram að „[h]erra
Marteinn og Christján þeir urðu þar með strax, en Daði var lengi
trengur“.61 Síðan segir hann hins vegar að þegar Christian kom aftur
til Bessastaða þá hafi hann sent eftir séra Einari, afa Jóns,
og sagði honum frá þessum tíðindum, en hann gaf honum það svar:
því hann hefði slíkt gjört? og hér mundi vont eptir koma; hann sagði
því hefði ollað Marteinn og hans ráðsmaður, og sagðist vita það, og það
væri víst, að hann mundi þess gjalda áður en þessi vetur væri úti.62
Samkvæmt afa Jóns Egilssonar hafði fógetinn því haft grun um að
hann ætti ekki von á góðu. Jón segir síðan frá því þegar 60 manns
komu frá Norðurlandi „sendir til að hefna þeirra feðga á Dönskum“
en þá spurði fógetinn séra Einar um fréttir af Norðlendingum „en
hinn sagðist ekki grand til þeirra vita, en vissi þó, og sagði Christ -
jáni, að sér þætti ráð hann riði hvergi, af því hann vissi til hinna og
þóttist sjá á honum feigðina; með það skildu þeir“.63
Síðan segir frá drápi kristjáns og fleiri Dana á Suðurnesjum og
herskipunum sem komu til Íslands sumarið 1551, „þá voru Danskir
á þíngi, landsknektar þeir kölluðu, iijc, og urðu illir og ybbir er þeir
fengu ekki að stríða; með það fóru þeir í burtu“.64
Sú sýn sem Jón Egilsson hefur á átök sextándu aldar er jafnan
tengd framgöngu einstaklinga og sérstaklega þeirra sem hann telur
hafa sýnt ofdramb í hegðun sinni. Fógetarnir dönsku, Diðrik frá
Minden og kristján skrifari, verða fórnarlömb eigin illvirkja, en ekki
er litið á árásir á þá sem átök kirkjuvalds við konungsvald. Þetta
kemur til dæmis fram í lýsingu Jóns á viðureign Jóns Arasonar við
Daða í Snóksdal þar sem því er lýst hvernig Hólabiskup settist að á
Sauðafelli „og þótti eignir Daða vera fallnar undir kóng og kirkju
fyrir sitt líferni“.65 Jón Egilsson gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að
Jón Arason hafi talið sig geta ógnað valdi konungs á Íslandi.
Ljóst er að Jón Egilsson gerir skýran greinarmun á Íslendingum
og „hinum dönsku“ og finnst greinilega eðlilegt að þeir sem réðust
sverrir jakobsson80
61 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 95. Í Skarðsárannál er kristjáni sjálfum
eignuð þessi hugmynd, sjá Annálar 1400–1800. I. bindi. Útg. Hannes Þorsteins -
son (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1922–1927), bls. 122.
62 „Biskupa–annálar Jóns Egilssonar“, bls. 97–98.
63 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 98.
64 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 100.
65 „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“, bls. 93.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 80