Saga - 2018, Page 90
Bjarneyjar sem fyrr getur. „Öllum misserum“ má ekki skilja sem á
öllum árstíðum eða árið um kring (enda eru misserin ekki nema tvö á
ári), heldur á hverju ári, árvisst. Af því verður ekki ráðið hve löng
vertíðin hafi verið í Bjarneyjum. Hins vegar hlýtur Bandamanna
saga að gera ráð fyrir sjóróðrum verulegan hluta árs úr því hægt er
að hafa af þeim atvinnu og hafa aðsetur í fiskiverinu.
Þetta má bera saman við ákvæði Grágásar um þingfesti og
varnar þing23 þar sem gert er ráð fyrir að „fiskiskálar“ jafngildi að
nokkru leyti heimili vermanna, síður þó þeirra sem aðeins eru að
veiðum „til miðs sumars“, fremur hinna sem róa „um annir“, þ.e.
sumarlangt.24 Hér kemur því miður ekki fram hve snemma róðrar
gátu hafist, en miðað er við að aðkomumenn séu einkum við róðra
á vorin, sumir fram að slætti, aðrir allt fram á haust. Hins vegar gera
lögin ekki ráð fyrir vetursetu í fiskiskálum heldur að vermenn
„gangi í grið að vetri“, þ.e. í vist hjá bónda. Þó kannast lögin líka við
„búðsetumenn … er búfjárlaust búi“ — greinilega árið um kring, í
þurrabúð eða tómthúsmennsku eins og síðar var kallað — en slíkt
er bannað nema með leyfi hreppsmanna.25 Bandamanna saga virðist
hugsa sér þess háttar búsetu vermannanna á Vatnsnesi.
Nú segja lögin hvað átti að vera, fremur en endilega hvað var.
Og Íslendingasögur segja frá atvikum og aðstæðum sem fremur eru
skáldskapur eða munnmæli en varðveittar staðreyndir. Engu að
síður hljóta frásagnirnar að mótast af því sem höfundar eða sagna-
menn vissu um útgerðarhætti síns tíma eða í manna minnum. Því er
nokkurrar athygli vert að sögurnar lýsa sjósókn að sumri frekar en
vetri — sem kemur heim við ákvæði Grágásar um vermennina —
og skreiðarflutningum um haust fremur en vor. Einungis Banda -
manna sögu má skilja sem vísbendingu um sjósókn mikinn hluta
árs.
Héruð eru misauðug að sögum og misjafnt hve mikið þær víkja
að atvinnuháttum. En svo langt sem Íslendingasögur ná benda þær
til þess að útræði hafi verið hvað mest á svæðinu frá Snæfellsnesi
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson88
23 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Útg. Gunnar karlsson, kristján Sveinsson
og Mörður Árnason (Reykjavík: Mál og menning 1992), bls. 194, 197 (eftir
Staðarhólsbók), 438, 441 (sömu ákvæði eftir Þingskapaþætti konungsbókar).
24 Sama heimild, bls. 194, 438. Sbr. bls. 312 þar sem fram kemur að sumarið skipt-
ist í „annir“: vorönn, garðlagsönn, heyönn; vetrarmánuðirnir eru hins vegar
ekki tengdir við annir.
25 Sama heimild, bls. 104.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 88