Saga


Saga - 2018, Síða 93

Saga - 2018, Síða 93
hafi gegnt líku hlutverki. Jón Jónsson fullyrðir líka að hrygningar - svæði þorsksins „frá Vestmannaeyjum að Snæfellsnesi … varð … innan tíðar aðalveiðisvæði landsmanna.“37 Síðar hefur Jón Þ. Þór dregið svipaða ályktun býsna afdráttarlaust: Veiðar hafa vafalaust verið stundaðar í einhverjum mæli allt umhverfis landið, en þó er ljóst, að þegar á 11. öld, ef ekki fyrr, varð útræði mest frá verstöðvum á suðvestan- og vestanverðu landinu, þar sem síðar urðu mestu útvegshéruð landsins.38 Þetta verður að teljast djarflega ályktað, eftir að Jón hefur þó talið að lýsing Bandamanna sögu á verbúðalífinu við Húnaflóa „bregði upp raunsærri þjóðfélagsmynd“ og lýst fornleifarannsóknum sem sýna að sjófiskur var snemma hafður til matar, bæði á Granastöðum í Eyjafirði og Hofstöðum í Mývatnssveit.39 Þeir Jón og Helgi seilast hér báðir til vitneskju um fyrstu aldir Íslandsbyggðar, áður en ritaðra samtímaheimilda nýtur við. En þar sem bæði Landnáma og Íslendingasögur eru traustari sem heimildir um ritunartíma sinn eða mótunartíma sagnanna, þ.e. tólftu, þrett- ándu og fjórtándu öld, en um atburðina sjálfa, þá er rétt að skoða vitnisburð þeirra í samhengi við samtíðarsögur sem gerast á þeim öldum og má fremur lesa sem „harðar staðreyndir“. Samtíðarsögur Ef byrjað er á Suðurlandi, þá nefnir Sturlunga á einum stað fiski- menn úr Vestmannaeyjum sem bjarga skipbrotsmönnum seint í september.40 Oddaverjaannáll telur þeim hins vegar hafa verið bjargað „í Selvogi af skipsflaki“.41 Annað nefnir Sturlunga ekki um útræði frá suðurströndinni eða Suðurnesjum, en skreið er flutt bæði úr Engey og af kjalarnesi.42 Lítið fer fyrir sjósókn af Snæfellsnesi, en hvar reru fornmenn til fiskjar? 91 37 Jón Jónsson, Útgerð og aflabrögð við Ísland 1300–1900. Hafrannsóknir 48 (Reykja - vík: Hafrannsóknarstofnun 1994), bls. 14. 38 Jón Þ. Þór, Saga sjávarútvegs á Íslandi I. Sjósókn og sjávarfang. Árabáta- og skútuöld (Akureyri: Hólar 2002), bls. 54. 39 Sama heimild, bls. 31–54, fornleifar bls. 51, tilv. bls. 53. 40 Sturlunga saga I–II. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján Eldjárn (Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946), hér I, bls. 474. Hér eftir stytt Sturl. 41 Islandske Annaler indtil 1578. Útg. Gustav Storm (Christiania 1888), bls. 482 (1251). Hér eftir stytt Isl.ann. 42 Sturl I, bls. 390, 397. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.