Saga - 2018, Síða 93
hafi gegnt líku hlutverki. Jón Jónsson fullyrðir líka að hrygningar -
svæði þorsksins „frá Vestmannaeyjum að Snæfellsnesi … varð …
innan tíðar aðalveiðisvæði landsmanna.“37 Síðar hefur Jón Þ. Þór
dregið svipaða ályktun býsna afdráttarlaust:
Veiðar hafa vafalaust verið stundaðar í einhverjum mæli allt umhverfis
landið, en þó er ljóst, að þegar á 11. öld, ef ekki fyrr, varð útræði mest
frá verstöðvum á suðvestan- og vestanverðu landinu, þar sem síðar
urðu mestu útvegshéruð landsins.38
Þetta verður að teljast djarflega ályktað, eftir að Jón hefur þó talið að
lýsing Bandamanna sögu á verbúðalífinu við Húnaflóa „bregði upp
raunsærri þjóðfélagsmynd“ og lýst fornleifarannsóknum sem sýna
að sjófiskur var snemma hafður til matar, bæði á Granastöðum í
Eyjafirði og Hofstöðum í Mývatnssveit.39
Þeir Jón og Helgi seilast hér báðir til vitneskju um fyrstu aldir
Íslandsbyggðar, áður en ritaðra samtímaheimilda nýtur við. En þar
sem bæði Landnáma og Íslendingasögur eru traustari sem heimildir
um ritunartíma sinn eða mótunartíma sagnanna, þ.e. tólftu, þrett-
ándu og fjórtándu öld, en um atburðina sjálfa, þá er rétt að skoða
vitnisburð þeirra í samhengi við samtíðarsögur sem gerast á þeim
öldum og má fremur lesa sem „harðar staðreyndir“.
Samtíðarsögur
Ef byrjað er á Suðurlandi, þá nefnir Sturlunga á einum stað fiski-
menn úr Vestmannaeyjum sem bjarga skipbrotsmönnum seint í
september.40 Oddaverjaannáll telur þeim hins vegar hafa verið
bjargað „í Selvogi af skipsflaki“.41 Annað nefnir Sturlunga ekki um
útræði frá suðurströndinni eða Suðurnesjum, en skreið er flutt bæði
úr Engey og af kjalarnesi.42 Lítið fer fyrir sjósókn af Snæfellsnesi, en
hvar reru fornmenn til fiskjar? 91
37 Jón Jónsson, Útgerð og aflabrögð við Ísland 1300–1900. Hafrannsóknir 48 (Reykja -
vík: Hafrannsóknarstofnun 1994), bls. 14.
38 Jón Þ. Þór, Saga sjávarútvegs á Íslandi I. Sjósókn og sjávarfang. Árabáta- og skútuöld
(Akureyri: Hólar 2002), bls. 54.
39 Sama heimild, bls. 31–54, fornleifar bls. 51, tilv. bls. 53.
40 Sturlunga saga I–II. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján
Eldjárn (Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946), hér I, bls. 474. Hér eftir stytt Sturl.
41 Islandske Annaler indtil 1578. Útg. Gustav Storm (Christiania 1888), bls. 482
(1251). Hér eftir stytt Isl.ann.
42 Sturl I, bls. 390, 397.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 91