Saga - 2018, Síða 94
skreið er flutt úr Breiðafjarðareyjum milli jóla og föstu,43 „einn bát
er fiskimenn voru á“ hitti Þórður kakali á Breiðafirði skömmu eftir
þing,44 og í Reykhólasveit eru heimamenn „nýkomnir af sjó“ að
sumarlagi.45 Þegar kemur að Vestfjörðum eru menn, „rónir á sæ“
seint um haust í Selárdal46 og á tímum hallæris fór Þórður Snorra -
son í Vatnsfirði „á vorum til fiskjar með mikið skip og húskarla sína
í Bolungarvík, af því að hann þóttist þá fleirum mönnum mega gagn
gera.“47 Tilteknir menn í Ísafjarðardjúpi voru flestir „á sjó rónir“
þegar til átti að taka í apríl.48 Bóndi á Hornströndum hafði „komið
við hval“ um sumarið og „hafði gnótt föstumatar“, skilgreint sem
riklingar, rafabelti og fiskar,49 sem bendir til að steinbítur og lúða
hafi verið umtalsverður hluti aflans. Þá var sú landafræði viðruð í
liði Þórðar kakala að hann ætti frækna fylgdarmenn suður um
Breiðafjörð en á norðanverðum Vestfjörðum væru ekki nema bú -
karlar og fiskimenn.50 Þorgils saga og Hafliða bregður upp svip-
mynd af sumarútgerð frá Ávík á Ströndum.51 Þar er það ekki aðeins
bóndinn á staðnum sem ræður áhöfn á skip sitt heldur einnig
aðkomumaður, Már Bergþórsson. Már segir að það sé „siður manna“
að leggja sér sjálfir til vistir og veiðarfæri þegar þeir ráðast í skips -
rúm. Hann stundar svo ekki róðra frá Ávík heldur kemur hann
aftur „að hausti“ og hafði þá fengið „mikið fang“. Það þarf ekki allt
að vera fiskur; e.t.v. veiddu menn Más líka fugl og sel eða tóku egg.
Ekki kemur fram heldur hvernig þeir verkuðu feng sinn, vörðu
skemmdum og geymdu í landi. En bersýnilega sækja þeir bjargræð -
ið sumarlangt, gera ekki hlé um sláttinn eins og sjálfsagt þótti að
vermenn gerðu á seinni öldum.
Á Norðurlandi er ekki mikið sagt af fiskimönnum, þó bóndi
nokkur í Ólafsfirði sé „róinn á fiski“ um vetur.52 Oftar er rætt um
skreið eða „föstumat“. Skagfirðingar flytja skreið utan af Reykja -
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson92
43 Sama heimild, bls. 312.
44 Sturl II, bls. 32.
45 Sturl I, bls. 159.
46 Sama heimild, bls. 223.
47 Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Útg. Guðrún P. Helgadóttir (Oxford: Clarendon
Press 1987), bls. 17–18.
48 Sturl I, bls. 381.
49 Sama heimild, bls. 379.
50 Sturl II, bls. 29.
51 Sama heimild, bls. 14–15.
52 Sturl I, bls. 167.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 92