Saga


Saga - 2018, Síða 94

Saga - 2018, Síða 94
skreið er flutt úr Breiðafjarðareyjum milli jóla og föstu,43 „einn bát er fiskimenn voru á“ hitti Þórður kakali á Breiðafirði skömmu eftir þing,44 og í Reykhólasveit eru heimamenn „nýkomnir af sjó“ að sumarlagi.45 Þegar kemur að Vestfjörðum eru menn, „rónir á sæ“ seint um haust í Selárdal46 og á tímum hallæris fór Þórður Snorra - son í Vatnsfirði „á vorum til fiskjar með mikið skip og húskarla sína í Bolungarvík, af því að hann þóttist þá fleirum mönnum mega gagn gera.“47 Tilteknir menn í Ísafjarðardjúpi voru flestir „á sjó rónir“ þegar til átti að taka í apríl.48 Bóndi á Hornströndum hafði „komið við hval“ um sumarið og „hafði gnótt föstumatar“, skilgreint sem riklingar, rafabelti og fiskar,49 sem bendir til að steinbítur og lúða hafi verið umtalsverður hluti aflans. Þá var sú landafræði viðruð í liði Þórðar kakala að hann ætti frækna fylgdarmenn suður um Breiðafjörð en á norðanverðum Vestfjörðum væru ekki nema bú - karlar og fiskimenn.50 Þorgils saga og Hafliða bregður upp svip- mynd af sumarútgerð frá Ávík á Ströndum.51 Þar er það ekki aðeins bóndinn á staðnum sem ræður áhöfn á skip sitt heldur einnig aðkomumaður, Már Bergþórsson. Már segir að það sé „siður manna“ að leggja sér sjálfir til vistir og veiðarfæri þegar þeir ráðast í skips - rúm. Hann stundar svo ekki róðra frá Ávík heldur kemur hann aftur „að hausti“ og hafði þá fengið „mikið fang“. Það þarf ekki allt að vera fiskur; e.t.v. veiddu menn Más líka fugl og sel eða tóku egg. Ekki kemur fram heldur hvernig þeir verkuðu feng sinn, vörðu skemmdum og geymdu í landi. En bersýnilega sækja þeir bjargræð - ið sumarlangt, gera ekki hlé um sláttinn eins og sjálfsagt þótti að vermenn gerðu á seinni öldum. Á Norðurlandi er ekki mikið sagt af fiskimönnum, þó bóndi nokkur í Ólafsfirði sé „róinn á fiski“ um vetur.52 Oftar er rætt um skreið eða „föstumat“. Skagfirðingar flytja skreið utan af Reykja - helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson92 43 Sama heimild, bls. 312. 44 Sturl II, bls. 32. 45 Sturl I, bls. 159. 46 Sama heimild, bls. 223. 47 Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Útg. Guðrún P. Helgadóttir (Oxford: Clarendon Press 1987), bls. 17–18. 48 Sturl I, bls. 381. 49 Sama heimild, bls. 379. 50 Sturl II, bls. 29. 51 Sama heimild, bls. 14–15. 52 Sturl I, bls. 167. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.