Saga - 2018, Page 96
verkun á Norðurlandi en Suðurlandi, Grímsey betur staðfest út -
gerðar miðstöð en sjálfar Vestmannaeyjar.
Þennan vitnisburð ritheimildanna hefur Gunnar karlsson nýlega
tekið til athugunar.59 Hann hefur kannað vandlega öll þau fornrit
sem vitnað er til hér að framan. Auk þess finnur hann í jarteinabók
vitnisburð um sjósókn austur í Álftafirði og í fornbréfi dæmi um
útræði úr Viðey á sumarvertíð.60 Gunnar nefnir ekki niðurstöðu Jóns
Þ. Þórs en dregur sjálfur nánast gagnstæða ályktun: „Á þjóð veldisöld
verður … tæpast vart við vetrarvertíðina á útmán uðum við Suður-
og Vesturland, sem síðar var um aldir einn megin stofn inn í sjávar -
útvegi Íslendinga.“61 Hér hyggur hann að landshlutum og árstímum
í senn og sér að heimildir um sjósókn við Suðurland eða Faxaflóa eru
ekki einungis fáar heldur eiga þær við sumar útgerð að því marki
sem hægt er að greina þær eftir árstíðum. Þá bendir Gunnar á
athyglis verða heimildanotkun Lúðvíks kristjáns sonar í verstöðvatali
hans.62 Lúðvík fjallar þar um fjölmargar ver stöðvar landið um kring
og vísar til heimilda í fornsögum um 11 af þeim, allar á norðurhelm-
ingi landsins, frá Breiðafjarðareyjum til Njarðvíkur eystra.
Gunnar fer líka yfir vitnisburð fornleifarannsókna sem þá var
búið að birta. Hafði allmikið bæst við frá því sem Jón Þór vitnaði til,
en ekkert sem sérstaklega studdi hugmyndir um miklar fiskveiðar
á Suður- eða Suðvesturlandi.63
Síðmiðaldir
Hér hefur verið rætt um heimildir sem aðallega hafa gildi um tólftu
og þrettándu öld. Um og eftir 1350 koma fram heimildir um stór-
felldan skreiðarútflutning frá Íslandi, og í smærri stíl virðist sú
verslun hafin fyrir 1300.64 Jafnframt virðist innanlandsverslun með
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson94
59 Gunnar karlsson, Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar. Handbók í íslenskri
miðaldasögu III (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2009), bls. 168–175.
60 Sama heimild, bls. 169–170.
61 Sama heimild, bls. 170.
62 Sama heimild, bls. 170–171; Lúðvík kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir II, bls.
38–84.
63 Gunnar karlsson, Lífsbjörg Íslendinga, bls. 172–173, 175–177.
64 Sama heimild, bls. 180–182. Við heimildir Gunnars má e.t.v. bæta frásögn Njálu
þar sem ríkur bóndi er látinn eiga „Bjarneyjar“ sem „liggja út á Breiðafirði;
þaðan hafði hann skreið og mjöl“ (ÍF XII, bls. 30). Að skreið sé flutt úr verstöð,
það segir sig sjálft. En mjöl úr úteyjum á sér annaðhvort þá skýringu að sögu-
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 94