Saga - 2018, Qupperneq 98
sonar,70 þ.e. tólf lestir skreiðar, greiddar á tveimur árum.71 Miðað við
skreiðar lest síðari alda72 hefur Hólabiskup átt að gjalda Eng lend -
ingunum 14–15 tonn af útflutningshæfri skreið hvort árið, samsvar-
andi yfir 100 tonnum af fiski upp úr sjó. Þótt biskup kunni að hafa
sent menn til sjóróðra í verstöðvum vestanlands er ólíklegt að hann
hafi haft svo mikið aflögu af afla þeirra.
Annálar
Miðaldaannálarnir íslensku eru bagalega fáorðir um atvinnulífið,
þar með talin útgerð og aflabrögð. Það eru helst mannskaðar á sjó
sem gefa vísbendingu um slíkt, og er þó miklu fremur sagt frá
skipsköðum þegar kaupskip eiga í hlut.73 Manntapi af bátum getur
líka tengst samgöngum á sjó ekki síður en fiskveiðum.74 Þegar hins
vegar er nefndur „manntapi mikill fyrir Rosmhvalanesi“ það fræga
ár 1264,75 þá virðist líklegt að sjómenn hafi farist af ótilteknum fjölda
báta, og þá sjálfsagt í fiskiróðri. Ótvíræður er vitnisburður Lög -
manns annáls 1304 um „skipa tjón og manna … við Hornstrandir í
stormi furðu miklum [30. júní] … Var þetta mikill fjöldi manna er á
sjá höfðu róið.“76 Árið 1331 er það annáll Flateyjarbókar sem skil-
merkilegast greinir frá. Þá varð „manntapi úr Vestmannaeyjum“ 5.
mars og fórust 50 karlar, þrjár konur og þrjú börn.77 Varla var það á
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson96
70 Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Íslendinga (Reykjavík: Mál og menning
1970), bls. 137.
71 DI Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn I–XVI (kaupmannahöfn/
Reykjavík: Hið ísl. bókmenntafélag 1857–1972), hér IV, bls. 476. Sbr. DI XVI, bls.
283, þar sem farmur ensks kaupskips 1438 er 15 lestir skreiðar.
72 15 skippund eða um 2,4 tonn. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Ritstj.
Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands
1997), bls. 922.
73 T.d. er varlegast að ætla að það séu kaupskip sem braut 1232, 1248 og 1256 skv.
Isl.ann. bls. 66 (Höjersannáll), 129, 132 (konungsannáll), 164 (Skálholtsannáll)
og 326 (Gottskálksannáll).
74 Eins og Isl.ann. greina frá á Breiðafirði 1226 (bls. 127 (konungsannáll), 326
(Gottskálksannáll)), 1287 (bls. 337 (Gottskálksannáll)) og 1337 (bls. 208 (Skál -
holts annáll), 350 (Gottskálksannáll), 399 (Flateyjarannáll)), eða við Grímsey
1330 (bls. 347 (Gottskálksannáll)).
75 Isl.ann., bls. 194 (Skálholtsannáll).
76 Sama heimild, bls. 264.
77 Sama heimild, bls. 397.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 96