Saga - 2018, Síða 102
og af útgerðaraðstöðunni því aðeins að hún hefði áhrif á mat útvegs -
jarðanna.
Vertolla áttu 13 kirkjur. Vertollar voru lagðir á aðkomna fiski-
menn og eru annaðhvort tengdir tilteknum verstöðvum eða lagðir
á alla sem reru á ákveðnu landsvæði. Í þessu kemur fram skýr mun-
ur á norðurströndinni annars vegar og Vestfjörðum og suðurströnd-
inni hins vegar. Á Vestfjörðum eru vertollarnir lagðir á verstöðvar
— kópavík,92 Skálavík,93 Eyjar á Ströndum94 — eða einstakar áhafnir
eins og á Fjallanesi,95 og við suðurströndina átti Þykkvabæjar klaust -
ur tolla í Vestmannaeyjum og í Landeyjum,96 og Skálholt í Grinda -
vík.97 En við norðurströndina voru tollar lagðir á fiskimenn innan
sóknanna án þess að tilgreint sé frá hvaða stöðum þeir reru. Í mál-
dögunum eru tollar á vermenn líka kallaðir fisktollar en í flestum til-
fellum er gerður skýr greinarmunur á tollum sem bændur eða land-
eigendur greiddu og þeim sem fiskimenn greiddu — og upphæð -
irnar sums staðar ólíkar. Á Skaga greiddu allir fiskimenn, sem reru
norður frá Fossá og austur fyrir allt til Laxárdals, tolla til Hofs og
Hvamms.98 Í Grímsey áttu prestarnir tveir að fá ýmis gjöld, bæði af
bændum í eynni — reiknað með að þeir geti þurft að borga í skreið
í stað vaðmála — og öðrum sem þar stunduðu veiðiskap. Af hval á
bæði að gjalda til kirkju og presta og prestum tiltekin hlutföll í
„tolla“ af fugli og fiski. Þar við bætast föst gjöld og merkilega mishá:
þrjú hundruð af hverjum aðkomumanni, „þeim sem er hálfan mán -
uð í eyjunni til fangs eða lengur,“ en aðeins tvær álnir af heima-
mönnum sem eru í eynni árið um kring; virðist þar átt við fátæka
búleysingja en mögulega hefur fyrri upphæðin brenglast í afritun.99
Í Auðunarmáldaga Þönglabakkakirkju eru líka flókin ákvæði um
tekjur kirkju og prests af ýmiss konar sjávarfangi, m.a. vertolla:
Goldnir skulu fiskitollar að Marteinsmessu [11. nóvember] ef maður er
lengur en til Seljumanna messu [8. júlí] en goldið áður maður fari burt
ellegar. Eindagi á hinn fimmta dag viku er 4 vikur eru af sumri [seinni
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson100
92 DI IV, bls. 148–149.
93 DI II, bls. 619–621.
94 Sama heimild, bls. 407.
95 DI IV, bls. 143–144.
96 DI II, bls. 737–740.
97 DI IV, bls. 101–102.
98 DI II, bls. 469, sbr. DI VIII, bls. 578; DI II, bls. 468–469.
99 Sama heimild, bls. 441–443.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 100