Saga - 2018, Qupperneq 104
reru líka eftir það.105 Á austanverðum Skaga virðist minna hafa
verið róið seinni hluta sumars því Hvamms kirkja heimti fjórðung
sinn aðeins af þeim sem reru til miðsumars.106 Algengast var að ver-
tollar væru ákveðin upphæð á hvern fiskimann en kirkjur gátu líka
átt ákveðið gjald af tiltekinni ver stöð. Þannig átti Vatnsfjarðarkirkja
„þrjár vættir skarpra fiska hvert misseri af Skálavík“ (sem bendir til
að þaðan hafi ekki bara verið róið á vetrarvertíð),107 Skálholtskirkja
sex hundruð skreiðar frá Stað í Grindavík108 og Þykkvabæjar klaust -
ur átta tugi skreiðar frá kirkjulandi í Landeyjum og sex tugi frá
Vestmannaeyjum.109 Vertollar lagðir á einstaka fiskimenn eru ná -
skyldir fisktíundinni eins og dæmið frá Selárdal, sem nefnt var að
ofan, sýnir. Munurinn liggur í því að tollurinn var föst upphæð en
hvort tveggja var lagt á afla til að standa straum af kostnaði við
rekst ur kirkjunnar sem fiskimenn sóttu til. Þau tengsl koma berlega
fram í Ingjaldshóls máldaganum en líka í máldögum Presthóla og
Svalbarðs þar sem tekið er fram að fisktollar renni til prestanna.110
Fisktíundir og vertollar eru því annars eðlis en uppsátursgjöld (sem
stundum eru einnig kölluð vertollar) sem eru leiga greidd landeig-
anda fyrir afnot af uppsátri. Upphæðirnar voru hins vegar áþekkar.
Lúðvík kristjánsson telur að algeng regla hafi verið að greiða hálfa
vætt fyrir hverja ár í uppsátursgjald en vertollarnir hafa verið jafn -
háir því eða lægri.111 kirkjur gátu innheimt uppsátursgjöld sem land-
eigendur eða verið undanþegnar þeim þar sem þær áttu vervist.
Fisktolla, sem bændur greiddu, áttu tólf kirkjur, allar á norðan-
verðu landinu, frá Saurbæ á Rauðasandi til Skeggjastaða á Langa nes -
strönd,112 en þegar ný kirkja var stofnuð á Ingjaldshóli á Snæfells -
nesi, sennilega 1317, gáfu landeigendur og leiguliðar í sókninni fisk-
toll til styrktar henni.113 Meðal þessara kirkna eru fjórar sem einnig
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson102
105 DI VIII, bls. 578.
106 DI II, bls. 468–469
107 Sama heimild, bls. 620; DI IV, bls. 134.
108 Sama heimild, bls. 102.
109 DI II, bls. 740.
110 Sama heimild, bls. 425–426; DI III, bls. 552–553.
111 Lúðvík kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir III, bls. 97.
112 DI II, bls. 407(2), 408, 411, 426(2), 428, 441, 617; DI III, bls. 91, 157, 192, 235, 553,
582; DI IV, bls. 128, 131, 132, 149; DI V, bls. 5, 257; DI VII, bls. 796; DI VIII, bls.
391; DI XI, bls. 474; DI XV, bls. 347, 584; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín XI (kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag 1943), bls. 337.
113 DI II, bls. 411.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 102