Saga - 2018, Side 109
og innsveita sem tryggðu öllum heimilum, stórum og smáum,
nokk urn aðgang að sjófiski. Sums staðar er hlutfallið mun hærra,
upp í 37% á Oddstöðum, þar sem mataræði hlýtur að hafa verið allt
annað en í Skugga handan við Hörgá. Þar sem hægt er að greina
sundur eldri og yngri hluta beinasafnsins hefur fiskneysla greinilega
aukist. Í Sveigakoti er hún lítil en þó vaxandi strax á tíundu öld. Í
Skugga og Selhaga margfaldast hún frá tíundu öld til hinnar elleftu
og tólftu — sem e.t.v. má tengja við föstuhald þegar kristni festi ræt-
ur — og vex líka á Oddstöðum.122
yngri beinasöfnum á norðurhluta landsins skiptir í þrjú horn. Á
höfðingja- og klaustursetrinu Möðruvöllum í Hörgárdal er hlutfall
sjófiskbeina öldum saman aðeins um 20%.123 Á þremur útgerðar -
stöðum, Gjögri124 og verstöðinni Akurvík125 á Ströndum og Hjall -
hóli í Borgarfirði eystra,126 er yfirgnæfandi hluti beinanna úr
sjófiski. Svalbarð í Þistilfirði er líka sjávarjörð en þar ber beina -
safnið vott um selveiði ekki síður en fiskveiðar, og það er hlutur sel-
beina sem sýnir aukið vægi sjávarfangs frá miðöldum og fram yfir
siðaskipti.127
hvar reru fornmenn til fiskjar? 107
122 McGovern o.fl., „Coastal connections, local fishing, and sustainable egg har-
vesting“, bls. 192, 195; Ópr. Harrison, World systems and human ecodyna -
mics in Medieval Eyjafjörður, bls. 264–265, 304–305.
123 Ópr. Harrison, World systems and human ecodynamics in Medieval Eyja -
fjörður, bls. 205–206.
124 krivogorskaya o.fl. „Fish bones and fishermen“, bls. 35; yekaterina krivog -
ors kaya, Sophia Perdikaris og Thomas H. McGovern, „Cleaning up the farm.
A later medieval archaeofauna from Gjögur, a fishing farm of NW Iceland“,
Dynamics of Northern Societies. Proceedings of the SILA/NABO conference on
Arctic and North Atlantic Archaeology, Copenhagen, May 10th–14th, 2004. Ritstj.
Jette Arneborg og Bjarne Grønnow. Publications of the National Museum.
Studies in archaeology and history 10 (kaupmannahöfn: Nationalmuseet
2006), bls. 383–394, hér bls. 385.
125 yekaterina krivogorskaya, Sophia Perdikaris og Thomas H. McGovern, „Fish
bones and fishermen. The potential of zooarchaeology in the Westfjords“,
Archaeologia islandica 4 (2005), bls. 31–50, hér bls. 35.
126 Ópr. Amorosi, Icelandic zooarchaeology, bls. 229–242, 674–685, 939–951.
127 Thomas Amorosi, „Climate impact and human response in NE Iceland:
archaeological investigations at Svalbard 1986-88“, Norse and Later Settlements
and Subsistence in the North Atlantic. Ritstj. Chris Morris og James Rackham
(Glasgow: University of Glasgow 1992), bls. 101–127, hér bls. 124; Hambrecht
„Zooarchaeology and the Archaeology of Early Modern Iceland“, Archaeo -
logies of the Early Modern North Atlantic (Journal of the North Atlantic, Special
volume 1, 2009), bls. 20–22.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 107