Saga - 2018, Síða 111
úr með aðeins 18% beina úr sjófiski.135 Í yngri söfnum er það hlutfall
hvergi lægra en þriðjungur (Viðey) og sums staðar yfirgnæfandi
(Nes, Stóraborg). Þar sem hægt er að bera saman misgömul söfn frá
sama stað hefur fiskneysla greinilega farið vaxandi. kirkju- og
stjórn sýslumiðstöðvarnar Viðey og Skálholt sýna, líkt og Möðru -
vellir nyrðra, tiltölulega lágt hlutfall sem bendir til að á slíkum
stöðum hafi kjötneysla haldist meiri en hjá öllum almenningi.
Ýmis álitamál eru um hlutföllin í einstökum lögum, tímasetn -
ingu þeirra og túlkun, og rannsóknir ónógar til að rekja þróunina
nákvæmlega eftir landshlutum, tímabilum og félagslegri stöðu
heim ilanna. Og ástæða er til að taka fram að ekki er hægt að þýða
hlutfall dýrabeina beint yfir í fæðuhlutföll. Hverju beini, eða broti af
beini, fylgdi ýmist meira eða minna af kjöti eða fiski, að meðaltali
minna af fiski, en meðaltalið er líka misjafnt eftir tegundum og verk-
un. Þá voru auðvitað stórir flokkar fæðunnar beinlausir, sérstaklega
mjólkin og afurðir úr henni. Þó að kjötneysla hafi óhjákvæmilega
fylgt mjólkurframleiðslunni var það ekki endilega í föstu hlutfalli.
Þá má ætla að aðfluttar matvörur komi síður fram í beinasöfnunum
en heimafengnar: í verstöðvarnar hafi verið flutt tiltölulega meira af
smjöri og kæfu en kjöti á beini136 og sveitamenn flutt að sér flatta
skreið þar sem færri bein fylgdu hverri máltíð en í soðningunni við
sjóinn.
Engu að síður eru meginlínurnar skýrar: Öll íslensk heimili hafa
frá upphafi byggðar haft aðgang að sjófiski. Snemma, ekki seinna en
á elleftu eða tólftu öld, hefur fiskneysla farið að aukast, og á sext-
ándu öld er fiskmeti greinilega farið að vega miklu þyngra en kjöt í
fæðu alls almennings, væntanlega í flestum landshlutum. Þegar
fiskur er orðinn daglegt viðurværi er kjötneyslan mest á stórbýlum
eða höfðingjasetrum, öfugt við það sem elstu beinasöfnin sýna, því
það er á kotbýlum sem aðeins 2% beinanna eru úr sjófiski.
Samsætur eru annars konar mælikvarði sem nota má til að varpa
ljósi á vægi sjávarfangs í fæðu. Bæði af kolefni og nitri eru til þungar
samsætur (frumeindir með nifteind umfram það venjulega), 13C og
15N, sem meira er af í fæðukeðju sjávarins en í mjólk og kjöti land -
dýra. Mælingar á kolefnis- og nitursamsætum í íslenskum manna -
beinum, bæði úr heiðnum gröfum og úr kirkjugörðum, sýna að allir
hvar reru fornmenn til fiskjar? 109
135 Hdr. Vala Garðarsdóttir, Alþingisreiturinn 2012–2013. Fornleifarannsókn.
Uppgröftur á lóð Alþingis, óútgefin skýrsla (2013), bls. 173.
136 Sbr. Lúðvík kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir II, bls. 456–461.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 109