Saga - 2018, Qupperneq 112
neyttu sjávarfangs en í mismiklum mæli. Að meira en 30% af prótíni
kæmi úr fæðukeðju sjávar fannst aðeins í beinum fólks sem hafði
verið grafið við sjávarsíðuna en enginn marktækur munur var á
kumlunum (frá tíundu öld) og kirkjugörðunum (mest frá elleftu
öld).137 Lítið er af tímasettum mannabeinum frá tólftu og þrettándu
öld og engin sem hægt er að tímasetja með vissu til aldanna þar á
eftir, en sambærilegar mælingar hafa ekki verið gerðar á mannabein-
um frá átjándu eða nítjándu öld. Hér koma fram upplýsingar um
sjávarbyggðir á tíundu öld sem dýrabeinagreiningarnar ná ekki til.
Þar var sjávarfang þá þegar verulegur hluti viðurværisins, mun meiri
en inn til dala. Samsætumælingarnar sýna hins vegar ekki mark tæka
breytingu á fiskneyslu eftir kristnitöku, a.m.k. ekki á elleftu öld.
Auk þess að draga ályktanir af hlutfalli sjófiskbeina miðað við
önnur bein er hægt að greina beinin enn frekar til að átta sig á
veiðum og neyslu. Eru það þá einkum þrjú atriði sem dýrabeina -
fræðingar beina sjónum að. Í fyrsta lagi er það tegunda sam setning
fiskbeinanna. Í íslenskum beinasöfnum eru sjófiskbeinin mest úr
þorski, enda er hann sá bolfiskur sem langmest er af á Íslands mið -
um og auðvelt að verka til geymslu og flutnings í stórum stíl. Í söfn-
um frá víkingaöld liggur hlutfall þorsks, af þeim beinum sem greina
má til fisktegunda, á bilinu 23–84%.138 Með honum er iðulega tals-
vert af ýsu og ufsa; langa, lúða, keila og steinbítur koma einnig fyrir.
Sambærileg hlutföll þekkjast einnig frá seinni öldum, t.d. í Reykja -
vík á átjándu öld.139 En jafnframt koma fram beinasöfn þar sem
þorskur er allsráðandi. Úr honum eru 95–97% fiskbeinanna á út -
gerðarstöðunum Gjögri, Akurvík og Miðbæ í Flatey sem allt er frá
tólftu öld eða síðar,140 og má líta á slík hlutföll sem vitnisburð um
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson110
137 Árný E. Sveinbjörnsdóttir, Jan Heinemeier, Jette Arneborg, Niels Lynnerup,
Guðmundur Ólafsson og Guðný Zöega, „Dietary reconstruction and reser -
voir correction of 14C dates on bones from pagan and early christian graves
in Iceland“, Radiocarbon 52(2010), bls. 682–696.
138 Ópr. Harrison, World systems and human ecodynamics in Medieval Eyja -
fjörður, bls. 264, 304; McGovern, „The Archaeofauna”, bls. 229.
139 74,3% í Tjarnargötu 3C og 41,9% í grunni hússins við Aðalstræti 10. Ham -
brecht, „Zooarchaeology and the archaeology of Early Modern Iceland“, bls.
22. Hærra hlutfall ýsubeina úr grunni íbúðarhúss frá átjándu öld bendir e.t.v.
til að ýsa hafi þá eins og nú verið vinsælli matur meðal Íslendinga sjálfra en
þorskurinn.
140 krivogorskaya o.fl., „Fish bones and fishermen“, bls. 36; Amundsen, „Farm -
ing and maritime resources at Miðbær“, bls. 207.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 110