Saga - 2018, Side 116
en þunginn í jarðasöfnuninni var hins vegar í Mosfellssveit og á
kjalarnesi og er ekki að sjá að klaustrið hafi lagt sérstaka áherslu á
að eignast ítök í sjávarútvegi á þessum tíma.151 Milli 1395 og 1547
jókst svo hlutfall jarðeigna klaustursins milli Grindavíkur og Vatns -
leysustrandar úr 17% í 31%,152 enda er það fyrst á því skeiði sem
ætla má að fiskveiðar hafi vegið þyngra þar en í öðrum strand-
byggðum. Til marks um það eru fyrst og fremst umsvif erlendra
fiskimanna og fiskkaupmanna. Englendingar taka að sigla til Ís -
lands í byrjun fimmtándu aldar og frá upphafi voru helstu mið -
stöðvar þeirra í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Þeir voru hins
vegar líka umsvifamiklir fyrir Norðurlandi, brenndu og rændu
kirkj ur í Hrísey, Grímsey og Húsavík 1425 og voru enn við Flatey á
Skjálfanda til að kaupa brennistein á sextándu öld.153 Og það er ekki
fyrr en eftir 1470 sem heimildir minnast á Englendinga í Grindavík
og á Básendum sem gjarnan eru nefndar sem helstu miðstöðvar
þeirra á Suðurnesjum.
Þannig virðist vetrarvertíðarmynstrið, eins og það er þekkt frá
sextándu öld, hafa mótast smám saman á síðmiðöldum. Verstöðvar
hafa vissulega verið við suðurströndina, og í Vestmannaeyjum sér í
lagi, frá öndverðu, sjór sjálfsagt sóttur á ýmsum árstímum, en um
vetrarvertíðina sjálfa — sókn í hrygningargöngu þorsksins — er
varla neinn vitnisburður fyrr en á fjórtándu öld. Þá var hins vegar
enn veitt af krafti frá verstöðvum fyrir norðurströndinni og ekkert
bendir til að verferðir Norðlendinga til Snæfellsness, hvað þá Suður -
nesja, hefjist fyrr en á fimmtándu öld. Þangað til er útvera — ver -
stöðva sem sóttar voru um langan veg — eingöngu getið á norður -
hluta landsins, frá Snæfellsnesi og norður um allt austur fyrir
Langa nes. Hólastóll eignaðist Býjasker á Rosmhvalanesi 1488154 og
má hafa það til marks um hvenær fiskveiðar á Suðurnesjum voru
orðnar mikilvægar Norðlendingum.
helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson114
151 DI II, bls. 377; DI III, bls. 597–598.
152 DI XII, 106–117. Ólafur Ásgeirsson, „„og hér til gef ég þér jörðina er Hvalsnes
heitir …“ Um jarðeigendur á Suðurnesjum á miðöldum.“ Árbók Suðurnesja
1984–1985 (1986), bls. 23–54, hér bls. 37–41.
153 DI XIV, bls. 9–10.
154 DI VI, bls. 637–638.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 114