Saga - 2018, Blaðsíða 117
Tilraun til skýringa
Tilgáta okkar um þróun mála er þessi:
Frá öndverðu höfðu öll íslensk heimili, hvort sem er við sjó eða
inn til landsins, aðgang að sjávarnytjum. Það gæti hafa verið í litlum
mæli til að byrja með, einkum til fjalla, en strax á tíundu öld sést
aukning í vægi sjávarfangs í innsveitum.
Snemma mynduðust líka samfélög sem byggðu á veiðum meira
en landbúnaði. Þeirra sjást skýrust merki á norðanverðu landinu en
voru sjálfsagt til víðar, svo sem í Vestmannaeyjum. Slíkar byggðir
rúmuðu bæði bændur sem reru til fiskjar, sérhæfða veiðimenn og ver-
menn sem komu tímabundið úr landbúnaðarhéruðum. Líklegt er að
búðseta hafi snemma þekkst á þessum stöðum frá öndverðu en yfir-
höfuð hafa þessar veiðistöðvar á sér yfirbragð jaðars: efnahags legt og
pólitískt vægi þeirra var lítið, höfðingjar héldu sig víðsfjarri og í hug-
um rithöfunda a.m.k. virðast þær fyrst og fremst hafa þjónað því hlut-
verki að vera staðir þar sem óreyndir menn og ógæfumenn gátu reynt
að bæta stöðu sína. Fyrir 1300 ber mun meira á skreiðarkaupum, að
bændur úr innsveitum fari í útver að kaupa skreið, en að vinnumenn
séu sendir í verið. Engum sögum fer af þeim sem seldu skreiðina en
skreiðarkaupin benda til sérhæfðra fiskveiða í meira mæli en vetrar-
vertíðarmynstrið felur í sér. Þá er sá reginmunur á þessu eldra kerfi
og vetrarvertíðarmynstrinu að veiði mennirnir voru við veiðar á
sumrin, einmitt á þeim árstíma sem ætla mætti að mest þörf hefði
verið á vinnuafli þeirra í sveitum. Ekki voru allir við veiðar allt sum-
arið; máldagarnir sýna að a.m.k. í Fjörð um og á Skagaströnd fóru
aðkomuvermenn sumir heim í júlí. En ekki allir. Jafnvel um hásláttinn
hefur því verið róið til fiskjar. Þannig virðist ljóst að sveitastörfin hafi
ekki haft þann skýra forgang að vinnuaflinu sumarlangt sem síðar
varð, þegar vermenn úr sveitum unnu að sjálfsögðu heima yfir sum-
arið og fengu þar liðstyrk kaupafólks úr útgerðarbyggðum. Hér geta
ýmsar skýringar fléttast saman. Vera má að fyrir „litlu ísöldina“ hafi
bændur treyst meira á vetrarbeit, jafnvel beit nautgripa, og látið sér
nægja þeim mun minni heyfeng. Eða að heyskapur hafi verið fljót-
unnari þegar ekki þurfti að nýta eins mikið af rýrum og ógreiðfærum
engjum. Fiskveiðar hafa þá ekki heldur vegið svo þungt í hagkerfinu
að þær byndu tilfinnanlega stóran hluta vinnuaflsins. Á sautjándu og
átjándu öld var um þriðjungur heildaraflans fluttur út155 og með því
hvar reru fornmenn til fiskjar? 115
155 Jón Jónsson, Útgerð og aflabrögð við Ísland, bls. 48–49.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 115