Saga


Saga - 2018, Page 118

Saga - 2018, Page 118
að fiskneysla var þá áreiðanlega meiri innanlands en hún hafði verið á þrettándu öld má giska á að áður en skreiðarútflutningur hófst í stórum stíl hafi fiskveiðar verið um helmingi minni að umfangi. Miðað við áætlanir um að bátsverjar á íslenska fiskiskipaflotanum hafi verið um 9.000 í lok átjándu aldar156 gætu því 4.000–5.000 hafa róið til fiskjar um 1200. Ekki er víst að stór hluti þeirra hafi verið vinnu menn sveitabænda, eins líklegt að þeir hafi komið af heimilum eða úr byggðarlögum (t.d. Breiðafjarðareyjum, Ströndum eða Gríms - ey) þar sem sjósókn og fiskverkun var aðalatvinnan. Hefð bundið er að telja að búðseta hefjist að ráði með eflingu skreiðarútflutnings á fjórtándu öld157 en við teljum að vel mætti rannsaka það efni betur. Stóraukin sjósókn, sem kæmi ekki niður á landbúnaðinum, var ómöguleg nema fiskveiðitímabilið færðist frá sumri og yfir á vetur. Hvenær þessi aukning verður er ekki skýrt. Skreiðarútflutningur í stórum stíl var greinilega hafinn fyrir miðja fjórtándu öld og mögu- legt er að sá útflutningur hafi átt sér aðdraganda. Sjósókn á vetrar- vertíð kynni líka að eiga fornar rætur þó það hafi ekki verið fyrr en á fjórtándu öld sem hún varð stórfelld og um 1500 sem hún var orðin alger þungamiðja fiskveiða við Ísland þannig að jafnvel Norð - lendingar fara að draga mest af sínum fiski úr sjó sem vermenn á Vestur- og Suðvesturlandi. Margt er óljóst um þessa þróun en nokkur atriði má nefna sem hafa haft áhrif á hana. Í fyrsta lagi er vel þekkt að breytingar á sjávarhita hafa áhrif á hvar loðnan heldur sig en hún er aftur aðalfæða þorsksins.158 Loftslag fór kólnandi eftir 1100159 og með lækkandi sjávarhita hafa hrygningarstöðvar þorsksins færst til suðurs. Hlýnun sjávar á tutt- ugustu öld olli því að þorskur, sem áður hafði fyrst og fremst hrygnt helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson116 156 Sama heimild, bls. 19. 157 Ólafur Lárusson, „Úr byggðarsögu Íslands.“ Byggð og saga (Reykjavík: Ísa - foldar prentsmiðja 1944), bls. 9–58. 158 Bjarni Sæmundsson, „Probable influence of changes in temperature on the marine fauna of Iceland“, Rapports et Proces-Verbaux 96(1) (1934), bls. 1–6; Ólafur S. Ástþórsson, Ástþór Gíslason og Ásta Guðmundsdóttir, „Distribu - tion, abundance and length of pelagic juvenile cod in Icelandic waters in rela- tion to environmental conditions“, Cod and Climate Change, Reykjavík 1993. Ritstj. Jakob Jakobsson [o.fl.], ICES Marine Science Symposia 198 (1994), bls. 529–541. 159 Michael E. Mann o.fl. „Global signatures and dynamical origins of the Little Ice Age and Medieval Climate Anomaly“, Science 326 (2009), bls. 1256–1260. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.