Saga - 2018, Side 127
fyrst og fremst vegna rýmkunar kosningaréttarins. Í viðauka við
stjórnskipunarlög frá 19. júní 1915 var almennur kosningaréttur
karla og kvenna staðfestur. Í 10. grein laganna sagði:
kosningarrjett við óhlutbundnar kosningar til Alþingis hafa karlar og
konur, sem fædd eru hjer á landi eða hafa átt hjer lögheimili síðastliðin
5 ár og eru 25 ára, er kosningin fer fram; þó getur enginn átt kosningar -
rjett, nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjör-
dæminu 1 ár og sje fjár síns ráðandi enda ekki í skuld fyrir þeginn
sveitarstyrk.4
Þó var þess jafnframt getið að hinir nýju kjósendur, konur og þeir
karlmenn sem höfðu ekki kosningarétt samkvæmt stjórnskipunar-
lögum frá 1903, fengju ekki fullan rétt þegar í stað. Í upphafi var
miðað við þá sem voru 40 ára eða eldri, en á hverju ári var bætt við
nýjum kjósendum sem voru 39 ára og svo framvegis ár frá ári uns
25 ára aldri yrði náð.5
Skömmu eftir að sambandslagasamningurinn var samþykktur á
Alþingi auglýsti Dóms- og kirkjumálaráðuneytið að þjóðaratkvæða -
greiðsla um samninginn skyldi fara fram 19. október og að atkvæðis -
rétt skyldu þeir sömu hafa og kjósa máttu til Alþingis.6 Eftir því sem
nær dró kjördegi tóku blöðin að hvetja til þátttöku í kosningunum
og ýmis félög lýstu yfir stuðningi við samninginn. Þannig lýsti Verka -
mannafélagið Dagsbrún yfir stuðningi sínum og skoraði á verka-
menn að flykkjast á kjörstaði. kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér
sambærilega yfirlýsingu og svo var um önnur félög einnig.7 Þó
miklar líkur væru á að meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi samn-
ingnum voru andstæðingar hans einnig áberandi. Blaðið Einar Þver -
æingur var þannig sérstaklega gefið út til höfuðs samningnum.
kosningaþátttaka var meðal annars rædd á síðum blaðsins og benti
einn greinarhöfundur á „að því fleiri sem hafa atkvæðisrjett, því
kosið um fullveldi utan kjörfundar 1918 125
4 Stjórnartíðindi 1915 A, bls. 19 (l. nr. 12/1915).
5 Þessu ákvæði, sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir nefndi „hinn nafnfræga, íslenska
stjórnviskulega búhnykk“, var að vísu hnekkt með óbeinum hætti með sam-
bandslögunum, en þau kváðu á um jafnan ríkisborgararétt Dana og Íslendinga.
Í kjölfarið, árið 1920, var kosningaréttur kvenna færður til jafns við karla. Auður
Styrkársdóttir, Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908–1922 (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan 1994).
6 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands). Stj. Í. I. Db. 5 nr. 357.
7 Gísli Jónsson, 1918. Fullveldi Íslands 50 ára, bls. 178–179.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 125