Saga - 2018, Blaðsíða 135
Andmæli við doktorsvörn
Skafta Ingimarssonar
Hinn 30. maí 2018 varði Skafti Ingimarsson doktorsritgerð sína í sagnfræði
í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Íslenskir kommúnistar og
sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968. Andmælendur
voru Rósa Magnúsdóttir, dósent við Árósaháskóla og Sumarliði R. Ísleifs -
son, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Aðalleið -
beinandi Skafta var Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla
Íslands. Aðrir í doktorsnefnd voru Ragnheiður kristjánsdóttir, dósent í
sagnfræði, og Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, bæði við Háskóla Íslands.
Hér á eftir fara andmælaræður Rósu og Sumarliða.
rósa magnúsdóttir og sumarliði r. ísleifsson
Inngangur
Ritgerð Skafta Ingimarssonar, Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf,
félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968 fjallar um hreyfingu kommúnista
og sósíalista á Íslandi á umræddu tímabili. Í fyrstu er rætt um stofnun
kommúnistaflokksins, aðdraganda hennar og hvernig flokksfólki tókst að
koma starfseminni á legg. Gerð er grein fyrir skipulagi flokksins, sett fram
ítarleg tölfræði um félagslega stöðu flokksfólks, rætt um starfshætti, alþjóða -
tengsl og svokölluð hliðarsamtök flokksins. Á svipaðan hátt er fjallað um
Sósíalistaflokkinn eftir að hann var stofnaður árið 1938 og fjallað um á hvern
hátt flokkarnir tveir voru ólíkir. Doktorsefni gerir ágreining innan flokkanna
að umtalsefni, ekki síst ágreining um stofnun kommúnistaflokksins og í því
samhengi skoðanaágreining á milli félaga í höfuðborginni annars vegar og
á Akureyri hins vegar, og raunar yfirleitt utan Reykjavíkur. Hann gerir jafn-
framt grein fyrir því að það flokksfólk sem varð undir í deilunum um stofn-
un kommúnistaflokksins náði yfirhöndinni þegar Sósíalistaflokkurinn var
stofnaður. Þá ræðir höfundurinn um þá stefnubreytingu sem varð eftir
síðari heimsstyrjöld: baráttu gegn bandarískri heimsvaldastefnu og aukna
þjóðernishyggju. Starf flokkanna innan verkalýðshreyfingarinnar er líka
mjög í brennidepli, svo og tengslin við forysturíki kommúnista, Sovétríkin.
Saga LVI:2 (2018), bls. 132–146.
AN DMÆ LI
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 133