Saga - 2018, Blaðsíða 139
Félagatalið og persónuleg saga:
Hverjir voru íslenskir kommúnistar/sósíalistar?
Þriðji hluti doktorsritgerðarinnar er könnun doktorsefnis á félagslegri sam-
setningu verkalýðsflokkanna. Tölfræðiupplýsingarnar eru ítarlegar, enda
eru flokksmenn greindir „eftir fæðingarstað, sýslu, flokksdeild, kynferði,
aldri, hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð, menntun, atvinnu, stétt og afstöðu
til trúfélaga“ (bls. 189). Þannig kannar doktorsefni til dæmis hjúskaparstöðu
flokksfólks og kemst að því að hlutfall giftra flokksfélaga Sósíalistaflokksins
var hærra en í kommúnistaflokknum, og telur doktorsefni að megi skýra
það með hærri aldri. Jafnframt kemst hann að því að hlutfall giftra flokks-
manna í Sósíalistaflokknum hafi verið heldur hærra en í samfélaginu
almennt (bls. 198). Sem fyrr segir eru þessar rannsóknir ítarlegar en álitamál
er þó hversu mikið gagn er að þeim og hvort þær veita svo mikla innsýn í
starfsemi flokkanna eða grunngerð þeirra. Ályktanir doktorsefnis í þessu
samhengi bera þess ekki skýr merki; meðal þeirra eru eftirtaldar niður -
stöður: „Eins og hér hefur komið fram voru félagar í kommúnistaflokknum
yngri og hlutfallslega fleiri áttu börn; færri voru hins vegar í sambúð eða
hjónabandi en í Sósíalistaflokknum“ (bls. 218). Einnig: „Búseta félaga í
báðum flokkum er gróflega í samræmi við hlutfall landsmanna í einstökum
byggðarlögum“ (bls. 219). Og loks: „Þegar kemur að félagsstöðu flokks-
manna voru ófaglærðir verkamenn hlutfallslega stærsti einstaki hópurinn í
báðum flokkum, þótt hlutfallið væri hærra í kommúnistaflokknum en
Sósíalistaflokknum“ (bls. 219).
Eins og við Sumarliði bentum á í mati okkar á ritgerðinni eru þessar
niðurstöður mjög almennar og skila því ekki miklu til aukins skilnings eða
greiningar á stöðu flokkanna beggja. Gildi tölfræðilegrar greiningar eins og
þessarar myndi aukast til muna ef hægt væri að bera niðurstöðurnar saman
við samsetningu annarra flokka en þessarra tveggja og skoða t.d. hvort
félagsmenn kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins hafi almennt verið
yngri en félagar hinna stjórnmálaflokkanna. Doktorsefni bendir réttilega á
að félagatöl annarra flokka séu ekki aðgengileg en þá er spurning um að
leita annarra leiða.
Doktorsefni nefnir víða átök milli yngri og eldri flokksmanna (til að
mynda árin 1932–1934 og í Reykjavík 1960) sem á tímum virðast ekki hafa
skipt minna máli en átök milli landsbyggðarinnar og þéttbýlisins og hefði
verið áhugavert að skoða betur kynslóðaátök (eins og mikið hefur verið gert
í menningarsögu Sovétríkjanna á síðustu árum).2 Eins mætti skoða land -
andmæli 137
2 Sjá t.d. Juliane Fürst, Stalin’s Last Generation: Soviet Post-War and the Emergence of
Mature Socialism (Oxford: Oxford University Press 2010); Alexei yurchak,
Everything Was Forever, Until It Was No More: The Last Soviet Generation (Prince -
ton, NJ: Princeton University Press 2005); Sergei Zhuk, Rock and Roll in the Rocket
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 137