Saga - 2018, Side 140
fræði legan hreyfanleika og þau tengsl sem þannig héldust eða mynduðust
(sérstaklega í samhengi við togstreituna milli landsbyggðar innar og þétt -
býlis ins sem vel er gerð grein fyrir).
Almennt mætti hér að mínu mati nýta „neðan frá“ sjónarhornið betur
og setja aðrar heimildir í samhengi við þessar niðurstöður, til að mynda
skoða hvort ungt fólk hafi haft áhuga á gildum kommúnismans með hlið -
sjón af hugmyndum um félagslegan hreyfanleika (eins og í Sovétríkj un um).
Einnig væri hægt að beita kynjafræðigleraugunum nánar á áhugaverðar
niðurstöður um barneignir kommúnista og hægt væri að ganga enn lengra
en gert er í greiningu á félagslegu neti íslenskra kommúnista og sósíalista,
en fjölskyldu- og vinatengsl skiptu oft miklu máli í flokksstarfinu eins og þó
nokkur góð dæmi eru um í ritgerðinni.
Félagatölin eru vissulega áhugaverð og rannsóknir doktorsefnis leggja
grunn að framtíðargreiningu á ýmsum atriðum í íslenska flokkakerfinu en
hægt hefði verið að gera meira með þessar niðurstöður, sérstaklega til þess
að skoða aðra fleti á samsetningu flokksmanna en áhrif verkalýðsbaráttu og
marxískrar stéttagreiningar, sem doktorsefni gerir annars góð skil. Fram -
tíðar rannsóknir á flokksbundnum einstaklingum hljóta að snúast um félags-
legan hreyfanleika, áhrif kynslóðabilsins, tengsl landsbyggðar við borgina
og samhengi þessara þátta.
Flokksmenning — eða hvernig sagan neðan
frá verður að neðanmálsgrein
Í ritgerðinni kemst doktorsefni að þeirri niðurstöðu að flokksmenning
kommúnista og sósíalista hafi verið fordæmalaus á Íslandi (bls. 272) og
nokkuð auðvelt er að vera sammála því, þó svo að einstakir samferðarmenn
kommúnismans erlendis hafi eflaust haft víðtækari áhrif, þá var menning-
ar- og félagslíf íslensku vinstrihreyfingarinnar afar öflugt. Í umræðum um
hliðarsamtök fullyrðir doktorsefni á bls. 228 að „stofnun Sósíalistaflokksins
árið 1938 hafði í för með sér grundvallarbreytingar á skipulagi og starfsemi
hreyfingarinnar“ en hér verður að taka tillit til þess að aðrar ástæður lágu
að baki þess að sendinefndaskipti og námsdvalir í flokksskólum lögðust af
á þessum tíma. Þetta kemur fram nokkru síðar, t.d. á bls. 240, en hreinsan-
irnar miklu í Sovétríkjunum og ógnarstjórn Stalíns voru helsta orsök þess
að flokkstengslin lögðust í dvala og þegar síðari heimsstyrjöldin skall á, þá
var útbreiðslu- og áróðursstarf erlendis alls ekki í forgangi og Sovétríkin
voru afar einangruð þar til um miðjan sjötta áratuginn. Það segir reyndar
andmæli138
City: The West, Identity, and Ideology in Soviet Dniepropetrovsk, 1960–1985 (Balti -
more: Johns Hopkins University Press 2010); Vladislav Zubok, Zhivago’s
Children: The Last Russian Intelligentsia (Cambridge, MA: The Belknap Press of
Harvard University Press 2009).
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 138