Saga - 2018, Blaðsíða 141
töluvert mikið um frumkvæði íslenskra kommúnista að þeim tókst að setja
MÍR á laggirnar strax árið 1950 (og hafði það verið nokkuð lengi í bígerð),
því VOkS, móðurfélag MÍR í Sovétríkjunum, voru nánast í lamasessi heima
við, en það segir líka sína sögu um mikilvægi Íslands á þessum árum að
VOkS lagði áherslu á að senda hingað sendinefndir og taka á móti íslensk-
um sendinefndum til Sovétríkjanna á árum þar sem fjöldi erlendra gesta var
afar takmarkaður, eða fram til ársins 1955.3
Doktorsefni tengir flokkshollustu við linnulaust starf í þágu málstaðar -
ins eins og það birtist til dæmis í óeigingjörnu starfi í hliðarsamtökunum.
Doktorsefni segir þannig, einnig á bls. 272:
að þátttaka í hreyfingu kommúnista og sósíalista krafðist hollustu,
samstöðu og sleitulausrar vinnu í þágu málstaðarins. Hliðarsamtökin
gerðu félögunum kleift að starfa að tilteknum málefnum utan hins
eiginlega flokksstarfs, en samt á forsendum stefnu flokkanna.
Ég er ekki ósammála þessu en orðfærið býður svolítið upp á að dæma þá
sem lögðu þessa sleitulausu vinnu á sig sem einstrengingslega og næstum
því sem viljalaus verkfæri málstaðarins. Á sama tíma kemur vel fram í rit-
gerðinni að oft var þetta einlægur áhugi, að hugsjónirnar skiptu máli og
voru drifkraftur í metnaði einstaklingsins til að láta gott af sér leiða fyrir
heildina.
Við sjáum þess fjölmörg dæmi að tími kommúnismans skipi mikilvægan
sess í lífi þess fólks sem starfaði í þágu málstaðarins. Þannig er til dæmis
vitnað í Björn Bjarnason, formann Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík
og einn stofnanda kommúnistaflokksins, þar sem hann lítur um öxl og
segir:
Mér þykir ákaflega vænt um þetta tímabil og ég sakna þessa lifandi
áhuga og fórnfýsi sem yfirleitt var gegnum gangandi í flokknum …
Þetta var langskemmtilegasta tímabil ævi minnar, þó að ég hafi aldrei
lagt eins mikið á mig og þá. Það er mikils virði að finna sig vera í hópi
manna sem ekki hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig, heldur heildina
(bls. 226).
Dæmi sem þessi, þar sem daglegu starfi og strúktúr flokkanna er lýst í gegn-
um einstaklinga, eru sérstaklega áhugaverð. Þau varpa ljósi á tilfinningalíf
flokksmanna en það vakti athygli mína að á nokkrum stöðum dregur yfir-
veguð túlkun í meginmáli lítillega úr vægi ástríðu og hugsjóna sem fram
koma í neðanmálsgrein. Í kaflanum um uppgjörið við Ólaf Friðriksson segir
andmæli 139
3 Sjá t.d. Rósa Magnúsdóttir, Enemy Number One: The United States of America in
Soviet Ideology and Propaganda, 1945–1959 (New york: Oxford University Press
2019).
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 139