Saga - 2018, Síða 142
t.d. að „Brynjólfur [Bjarnason hafi verið] þeirrar skoðunar að Ólafur væri
hvorki marxisti né kommúnisti heldur tækifærissinni.“ Í neðanmálsgrein er
þessi tækifærismennska Ólafs útfærð, meðal annars með orðum Vilhjálms
S. Vilhjálmssonar, fyrst kommúnista, síðar jafnaðarmanni: „Ólafur var ekki
theoretískur jafnaðarmaður, það voru tilfinningarnar og hjartað sem stjórn -
uðu honum“ (bls. 37).
Rannsókn doktorsefnis á íslenskum kommúnistum/sósíalistum er til
mikillar fyrirmyndar, hér birtist verkalýðsfólk á landsbyggðinni okkur til
jafns við menntamenn í Reykjavík og þó svo að hér sé í raun rætt um
ákveðinn „jaðarhóp“ í íslenskri stjórnmálasögu þá er almennt vel með ein-
staklingana farið en kannski að næstu skref í rannsóknum á íslenskum
kommúnistum verði á sviði tilfinningasögu, eða jafnvel kynjasögu að við -
bættum greiningartólum um karllæg gildi, orðanotkun og tungumálið, til
að komast nær upplifun og skilningi flokksmanna á daglegu flokksstarfi. Í
umfjöllun doktorsefnis um flokksmenningu kemur þannig vel fram hversu
miklu máli hugmyndafræðin skipti og er það vel — en hvað um ástríður og
tilfinningar, getum við rætt um eldhuga og hugsjónafólk án þess að draga
upp mynd af grunnhyggnum einfeldningum? Hvernig komumst við nær
hinu mannlega, jafnvel hinu mannúðlega, í lífi og flokksstarfi margra annars
strangtrúaðra kommúnista?
Doktorsritgerð Skafta Ingimarssonar er mikill fengur öllum þeim sem
áhuga hafa á íslenskri stjórnmálasögu. Framlag hans til annars á stórum
köflum frekar tilfinningasamrar söguritunar um íslenska kommúnista er
yfirvegað og faglegt. Ritgerðin er metnaðarfull og þó svo að sú sem hér
stendur hefði viljað sjá enn róttækari greiningu á flokksstarfinu „neðan frá,“
og „af sjónarhóli almennra félaga“ (bls. 18) þá er rannsóknin gríðarlega
víðfeðm og höfundi tekst það ætlunarverk sitt að brúa bil ólíkra sjónarhorna
um söguritun (þ.e. rétttrúnaðarhyggju og endurskoðunar) og ólíkra sjónar -
miða um valdboð eða sjálfstæði íslenskra kommúnista.
sumarliði r. ísleifsson
Doktorsritgerð Skafta Ingimarssonar, Íslenskir kommúnistar og sósíalistar:
Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968, er prýðilegt verk. Það er
skýrt hvað höfundur er að fást við, efnisskipan í góðu samræmi við mark -
mið og margvíslegar nýjungar koma fram í rannsóknum höfundar.
Hér í þessum andmælum hyggst ég einkum ræða afmörkuð efnisatriði
tengd verkalýðshreyfingunni og félagslegum umbótum sósíalista hérlendis.
Þau eru þessi: 1) Barátta stjórnmálaflokkanna um verkalýðshreyfinguna og
efni því tengt, 2) klofningur verkalýðs- og vinstrihreyfingar og ábyrgð í því
samhengi, 3) baráttan fyrir félagslegum umbótum og starf og stefna Sósíal -
andmæli140
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 140