Saga - 2018, Síða 153
hafi hins vegar gallar þessa verslunarkerfis orðið áberandi. Íslendingar sem
vildu flytja vörur sínar beint út hafi lent upp á kant við einokunar kaup -
menn. Lágt verðlag á fiski hafi jafnframt komið í veg fyrir framfarir í sjávar -
útvegi og bannið á vetursetu kaupmanna haldið aftur af fjárfestingu í versl-
un og samkeppni um vinnuafl. Hvoru tveggja, ásamt andstöðu íslenskra
landeigenda og embættismanna við breytingar, hefur komið í veg fyrir þétt -
býlismyndun.
Gísli lýsir vel fyrirkomulagi einokunarverslunarinnar á Íslandi, en gagn-
legt hefði verið að bera það saman við verslunarhætti í öðrum hlutum
Danaveldis. Hvernig fór til dæmis verslun fram í kaupmannahöfn og af -
skekktum hlutum Jótlands og var einokunarverslunin í öðrum löndum
Danakonungs með sama hætti og sú íslenska?
Einokunarverslun Dana á Íslandi leið formlega undir lok í ársbyrjun
1788 og við tók nýtt verslunarfyrirkomulag, fríhöndlun, sem leyfði öllum
þegnum Danaveldis að stunda verslun við Ísland, nema þeim sem enn
bjuggu við einokun, þ.e. Færeyingum, Grænlendingum og íbúum Finn -
merk ur. Jafnframt voru stofnaðir sex kaupstaðir á landinu: Reykjavík,
Grundarfjörður, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar og
fylgdu úthafnir hverjum kaupstað. Leyfi til að stunda verslun voru bundin
við borgarréttindi í einhverjum kaupstaðanna. Fríhöndlunin stóð fram til
ársins 1855 er frjálsri verslun var komið á. Þessum umskiptum er ágætlega
lýst í fyrsta kafla þess bókarhluta sem Anna Agnarsdóttir skrifar. Í öðrum
köflum er fjallað um Íslandsverslunina á tímum Napóleonsstyrjalda 1807–
1814, ensku verslunina á þessum stríðsárum og verslunina á eftirstríðsárun-
um, frá því Bretar og Danir skrifa undir friðarsamning í janúar 1814, og fram
til 1830.
Fræðimenn, svo sem Þorkell Jóhannesson og Sigfús Haukur Andrésson,
hafa yfirleitt verið fremur neikvæðir í garð fríverslunarinnar, einkum vegna
versnandi verslunarkjara og aukinnar einokunar. Samkeppni á milli kaup-
manna myndaðist aðeins í Reykjavík og á Akureyri, annars staðar var hún
engin. Samþjöppun virðist hafa aukist og verslunin komist á færri manna
hendur. Flestir fastakaupmannanna voru Danir sem sátu í kaupmannahöfn,
en íslenskir kaupmenn á borð við Bjarna Sívertsen og Ólaf Thorlacius tóku
einnig að ryðja sér til rúms.
Í september 1807 réðst breski flotinn á kaupmannahöfn og í fram hald -
inu neyddust Danir til að láta af hlutleysisstefnu sinni og ganga í lið með
Frökkum. Í kjölfarið var lýst yfir stríði á milli Breta og Dana og þar með
höfðu Íslendingar dregist inn í átökin. Siglingar til Íslands komust í uppnám
og á næstu árum var mikil siglingatregða sem leiddi til skorts á innfluttum
matvælum og verð á þeim hækkaði mikið. Í örvæntingu sinni leituðu inn-
lendir kaupmenn og ráðamenn til Íslandsvinarins Sir Joseph Banks sem
reyndist þeim svo sannarlega betri en enginn. Sumarið 1809 var örlagatími
á Íslandi; Jörgensen stóð fyrir „byltingu“ — eða var þetta kannski frekar
ritdómar 151
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 151