Saga - 2018, Blaðsíða 156
Agnarsdóttir draga einnig helstu niðurstöður saman í lok síns hluta ritsins.
Hér hefði mátt samræma efnistök betur og til dæmis hafa stutta samantekt í
lok hvers kafla og setja niðurstöður hvers hluta fram í sérkafla. Jafnvel hefði
komið til greina að draga meginþræði saman í sérstökum lokakafla. Þá er
einnig misjafnt hvort höfundar nota íslensk nöfn á erlendum stöðum, svo sem
Niðarós (Þrándheimur) og Lýbíka (Lübeck). Eðlilegt hefði því verið að hafa
erlenda staðarheitið í sviga fyrir aftan íslenska nafnið í fyrsta skipti sem minnst
er á viðkomandi stað. Það er til dæmis ekki víst að lesandi átti sig á því hvaðan
lýbskur Björgvinjarkaupmaður komi (bls. 85). Þar sem ritið er jafnt ætlað
almenningi sem fræðimönnum hefði einnig mátt setja skýringar á hugtökum
sem kannski allir ekki þekkja, svo sem við faktor, kúgildi og landaura, í
sérstaka skrá. Gagnlegt hefði einnig verið að hafa skrá yfir rammagreinar.
Líftaug landsins er langþráð og kærkomið rit. Verkið gefur gott yfirlit yfir
sögu íslenskrar utanlandsverslunar og fyllir upp í ákveðna eyðu í íslenskri
sagnfræði. Hafi höfundar þökk fyrir.
Sveinn Agnarsson
SVO VEISTU AÐ ÞÚ VARST EkkI HÉR. HINSEGIN SAGNFRÆÐI OG
HINSEGIN SAGA Á ÍSLANDI. Ritstjórar Íris Ellenberger, Ásta kristín
Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir. Reykjavík. Sögufélag
2017. 286 bls. Nafna- og atriðisorðaskrá. Skrá yfir höfunda.
Bókin er skemmtileg — eins og ég bjóst við. Ég sótti mér hana í útgáfuboð í
Bóksölu stúdenta í lok sumars 2017 og las strax nokkrar af greinunum. Ritið
er safn sex fræðilegra greina eftir jafnmarga höfunda ásamt inngangi
ritstjóra og formála formanns Samtakanna ’78. Greinarnar eru ólíkar hver
annarri og skrifaðar af höfundum með margvíslegan bakgrunn, þó flestir
menntaðir í sagnfræði, kynjafræði og bókmenntum.
Mér sýnist hægt að skipta ritinu í tvennt — sem er þó ekki formlega gert
í bókinni. Ítarlegur formáli bókarinnar ásamt fyrstu greininni mynda heild
þar sem fjallað er um hvað hinsegin saga, hinsegin sagnfræði og hinsegin -
fræði eru. Í öðrum greinum bókarinnar er sagt frá rannsóknum á tiltekn um
atburðum eða fyrirbærum, sem allt varpar ljósi á hinsegin sögu, en gætu
líka staðið sem stakar áhugaverðar rannsóknir í hvaða samhengi sem er.
Lokagreinin gæti raunar tilheyrt báðum hlutum ritsins.
Ætlun ritstjóra bókarinnar er að koma „hinsegin sögu á kortið sem
spennandi og blómlegu fræðasviði“ (bls. 13). Innganginum er fylgt eftir með
ítarlegri grein eins ritstjóranna, Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur sagnfræðings.
Greinin ber undirtitilinn „Tilraun til skilgreiningar á hinsegin sögu“, en
Hafdís Erla tekur þó fram að hún sé „á engan hátt fullnægjandi yfirlit yfir
ritdómar154
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 154