Saga - 2018, Blaðsíða 160
Jón Jónsson, Á MÖRkUM MENNSkUNNAR. VIÐHORF TIL FÖRU-
FÓLkS Í SÖGNUM OG SAMFÉLAGI. Sýnisbók íslenskrar alþýðu -
menningar 23. Ritstjórar Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður
Gylfi Magnússon. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2018. 254 bls. Mynda- og
heimildaskrá.
Ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar hefur að miklu leyti snúist um
að gefa út áhugaverðar heimildir sem á einn eða annan hátt varpa ljósi á
íslenska alþýðumenningu á fyrri tíð. Út hafa komið allt frá dóma- og laga-
bókum, sem gefa innsýn í samfélagsgerð og líf alþýðufólks sem komst í kast
við lögin, til persónulegra heimilda á borð við sendibréf og dagbækur al þýðu -
fólks þar sem daglegt líf, vonir og þrár fólks eru í aðalhlutverki. Höf und ar -
verkin hafa einnig verið nokkur í bókaflokknum, meðal annars um sjálfsbók-
menntir og sjálfssögur, ævi átjándu aldar vinnukonu og bókmenningu ís -
lenskra kvenna. komið er 21 ár síðan fyrsta bók ritraðarinnar var gefin út.
Bókin sem hér er fjallað um er númer 23 í röðinni og er um höf undar verk að
ræða sem er að stofni til byggt á MA-ritgerð höfundarins í þjóðfræði frá árinu
2006. Segir höfundur að þetta viðfangsefni hafi lengi átt hug sinn (bls. 10).
Bókin hefst á umfjöllun um Óla pramma, sem flakkaði víða um land um
aldamótin 1900, og stöðuga leit hans að einhverju ákveðnu — en oftast þó
að engu sérstöku. Leitina vandaði hann ætíð. Höfundur þessa verks líkir leit
sinni að heimildum og sögnum um förufólk á jaðri hins íslenska sveitasam-
félags við leit Óla pramma. Segir Jón að tilgangur sinn sé að greina frá stöðu
förufólks í íslenska bændasamfélaginu ásamt því að nýta sér frásagnir af
förufólki til þess að varpa ljósi á sjálft samfélagið „…kerfi þess, skráðar og
óskráðar reglur“ (bls. 12). Í fyrsta hluta bókarinnar tekur Jón fyrir skilgrein-
ingar á ýmsum orðum og hugtökum tengdum þessum jaðarhópi og er það
vel til fundið þar sem orð og skilgreiningar hafa oft verið nokkuð á reiki
varðandi hópinn. Jón bendir á að förufólk hafi í gegnum tíðina hlotið tak-
markaða athygli fræðimanna sem stundi rannsóknir á Íslandssögunni en í
seinni tíð hafi sá áhugi aukist.
Að baki þessari bók liggur ítarleg heimildavinna þar sem fræðirit, frá-
sagnir, lagatextar, persónulegar heimildir, æviminningar, þjóðsagnir og
sagnaþættir liggja til grundvallar. Jón nýtir sér einnig stórmerkilegt segul-
bandasafn Stofnunar Árna Magnússonar og þjóðháttasafn Þjóðminjasafns
Íslands. Hann bendir á ýmis vandamál sem tengjast þessum heimildum þar
sem margar þeirra lýsi frekar viðhorfum fólks á hverjum tíma heldur en að
sagt sé satt og rétt frá og erfitt sé að greina þarna á milli. Sem þjóðfræðingur
segist Jón geta leyft sér að nýta þessar heimildir til að varpa ljósi á „sam-
félagsmunstur, fordóma, viðhorf og hugmyndir fólks, afhjúpa félagsleg kerfi
og daglegt líf“ (bls. 34). Öflug heimildarýni sé að sjálfsögðu nauðsynleg til
að greina á milli. Aðferðir þjóðfræðinnar hjálpi við að útskýra samfélagið og
þennan jaðarhóp sem förufólk var. Jón segir að ómögulegt sé að gera sér
ritdómar158
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 158