Saga - 2018, Síða 169
klaustursins, sem varði í tæp 370 ár, voru jarðeignir helsti grundvöllur til
tekjuöflunar. klaustrið starfaði eftir reglum, sem samþykktar voru á ríkis -
þinginu í Aachen árið 816, og kváðu á um kirkju- og kristnihald, skóla- og
spítalahald á kanúkasetrum. Til þessara umsvifa þurfti fjármagn og voru
forystumenn slíkra stofnana jafnan útsjónarsamir fjáraflamenn, sem sóttust
eftir samhangandi jarðeignum, sem voru þægilegar rekstrareiningar.
Sverrir telur stórbændur við Breiðafjörð hafa gerst hliðholla danska kon-
ungsvaldinu vegna möguleika á að fá jarðir Helgafells og Stapaumboð að
léni og nefnir Pétur Einarsson sem dæmi um slíkan mann. Þetta er vafasamt.
Hérlendis höfðu orðið byltingarkenndar kerfisbreytingar í krafti dansks her-
valds og eignarréttur í uppnámi eins og jafnan er á óvissutímum. Pétur var
í framvarðarsveit siðaskiptamanna og var skeleggur liðsmaður kristjáns III.
Sem fógeti, sýslumaður og umsjónarmaður Skálholtsstóls hafði hann reynslu
af stjórnsýslu. Því var eðlilegt að hann hlyti ríkulega umbun herra síns,
burtséð frá því hvort hann var héraðsríkur höfðingi af Snæfellsnesi eður ei.
Hann hafði veðjað á réttan hest. Grein Sverris fjallar um tildrög að stofnun
klaustursins að Helgafelli og fjárhag þess. Það má til sanns vegar færa að
kunnátta í fjármálum hafi verið undirstaða klausturmenningar á miðöldum.
Gunnar Harðarson ritar greinina „Viktorsklaustrið í París og norrænar
miðaldir“. Í grein sinni tekst höfundur á hendur að rekja áhrif kanúkasam-
félagsins við St. Viktor á stofnun og starfsemi kanúkasetra á Norðurlöndum
— áhrifin náðu til Íslands. Gunnar skiptir greininni í tvo hluta: Annars
vegar lýsingar á St. Viktorsklaustrinu og lærdómsmönnum og lærdómsum-
hverfinu í París á tólftu og þrettándu öld og hins vegar áhrifum frá þessu
menntasetri á norræna menn og stofnun kanúkasetra af Ágústínusarreglu á
Norðurlöndum. Viktorsklaustrið var af Ágústínusarreglu og veldur það
nokkr um vanda þegar talað er um Viktorsreglu. Hvað merkir það? Reglu -
bók þess, Liber ordinis, hefur varðveist og það er verr að ekki er hægt að
bera hana saman við reglubækur íslensku klaustranna, sem allar hafa glatast
— því miður. Viktorsklaustrið rak á tólftu öld öflugan ytri skóla undir stjórn
lærðra manna og er Hugo af St. Viktor sá sem mestur ljómi stafaði af.
Gunnar rekur sögu klaustursins, innra skipulag þess og tilgang, sem var
„vita communis,“ þ.e.a.s. reglubundið líf í anda heilags Ágústínusar, hvort
sem þátttakendur voru „canonici saeculares“ eða „regulares“, veraldlegir
kanúkar eða reglubræður. Hann kynnir skólameistara og kennara klausturs-
ins til sögunnar og kemur einnig inn á kirkjuvaldsstefnuna og spennuna á
milli Frakklandskonungs, Þýskalandskeisara og páfagarðs.
Á tímabilinu 1120–1170 var Viktorsklaustrið helsta „trúar-, mennta- og
menningarsetur í Frakklandi“ sjá bls. 125 o. áfr. og væntanlega í norðan -
verðri Evrópu. Þar gerði Péturspeningurinn, skattur frá Norðurlöndum til
Páfagarðs, meira að segja stuttan stans og sýnir það traust manna á klaustr-
inu. Einmitt á þessum tíma sækja norrænir menn þangað menntun og er
Þorlákur Þórhallsson dæmi þess. Þorlákur er talinn hafa dvalið við nám í
ritdómar 167
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 167