Saga - 2018, Page 172
ingar í benediktínaklaustrinu á Þingeyrum“. Greinin skipist í átta kafla með
undirköflum auk niðurlags, sem er hinn níundi, alls 74 blaðsíður. Grein
Guðbjargar ber vott um vel grundvallaða þekkingu hennar á handrita -
lýsingum, enda hefur Íslenska teiknibókin verið hennar höfuðviðfangsefni og
hlaut hún fyrir hana Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2013. Guðbjörg er
vel að sér í hinni evrópsku handritahefð og kann að tengja íslensk handrit
við hana. Hún greinir lýsingar í handritum og með þeim aðferðum verða
þau rakin til Þingeyraklausturs, en þar starfaði hópur lista- og handverks-
manna við bókagerð á árunum 1325–1375. Bókagerð var ein af tekjulindum
klaustursins. Myndverkin eru heilsíðumyndir, upphafsstafir og sögustafir.
Margar myndir af lýsingum prýða greinina og er það vel, því efnið er —
eðlis síns vegna — nokkuð þungt aflestrar.
Höfundur leiðir lesandann inn í heim bóka og bókagerðar á miðöldum,
en til bókagerðar þurfti ekki bara lærða skrifara, lýsendur, flúrara og gylla,
heldur krafðist hún rýmis, næðis, ljóss og hita. Fyrirmyndir eða sjónabækur
þurftu að vera fyrir hendi sem og bókasafn. Þá þurfti húðir til pergament-
gerðar, en pergament var annað hvort aðkeypt — jafnvel frá útlöndum —
eða unnið á staðnum. Lesandinn fréttir af ljósu, þjálu innfluttu pergamenti
og dökku óþjálu íslensku pergamenti. Þá þurftu bókargerðarmenn blek til
ritunar og liti og gyllingu til lýsinga. Síðan þurfti að binda handritin og gera
spjöld sem oft voru mjög vegleg. Ljóst er af grein Guðbjargar að þegar hand-
rit þau, sem hér eru til umfjöllunar voru rituð, var til mikil verkkunnátta á
þessu sviði í landinu og lýsendur til, sem gæddir voru mikilli listfengi og
kunnáttu. Þá var og eftirspurn eftir bókum bæði á Íslandi og í Noregi.
Ýmsar spurningar vakna í huga ritdómara um þennan atvinnurekstur.
Hvar bjuggu þessir lista- og handverksmenn? Voru þeir klaustramenn eða
aðkomumenn, sem unnu tímabundið í Þingeyraklaustri? Hvernig var
launa kjörum háttað? Lærðu þeir listir sínar erlendis eða gekk þessi kunnátta
frá kynslóð til kynslóðar?
Höfundur lýsir af nákvæmni Stjórnarhandriti 227, sem hefur að geyma
þýðingar úr Gamla testamentinu og tengir myndmál sögustafanna við
viðeigandi biblíutexta og lýsir sögustöfum og öðru myndefni á spássíum
skilmerkilega. Í stíl og handverki má kenna strauma frá meginlandinu.
Stíllinn er hágotneskur, flúrið fíngert og klæðnaður sumra myndpersóna
samkvæmt tísku fjórtándu aldar. Í Stjórnarhandriti 227 greinir höfundur list-
fengan aðallýsanda og þrjá flúrara. Sú spurning kemur í hugann hvort þeir
hafi kannski verið við nám í París?
Fróðlegt er að frétta af saltarablöðum, sem fundust nokkuð nýlega í
Svíþjóð og voru skrifuð með hendi ritara Stjórnar og fagurlega lýst af tveim-
ur lýsendum. Saltarinn er ættaður frá Þingeyrum. Bók þessi hefur borist til
Svíþjóðar og verið hlutuð í sundur eftir siðaskipti og blöðin notuð sem
möppur utan um reikninga. Þá voru Jónsbókarhandrit framleidd á Þingeyr -
ritdómar170
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 170