Saga - 2018, Page 173
um og eru þau elstu handritin í hópnum. Stíll þeirra er frumgotneskur og
hefur A-hönd Stjórnar ritað Jónsbókarhandritið GkS 3269. Markaður hefur
verið fyrir lögbækur og voru handritin mismunandi að gæðum og verði og
hefur fjárhagur viðskiptavina væntanlega verið hafður í huga. Höfundur
fjallar skipulega um öll handrit í þessum hóp. Grein Guðbjargar opnar ítar-
legri sýn á störf handverks- og myndlistarmanna á miðöldum. Efnið er
skipulega framsett. Greinin er viðamikil og stórfróðleg og ber lærdómi höf-
undar og eljusemi fagurt vitni. Ítarleg ritskrá fylgir, sem áhugamönnum um
miðaldahandrit mun þykja mikil gullnáma.
Í heild séð er þetta greinasafn hið vandaðasta og mikill kostur að hafa
allan þennan fróðleik á einum stað. Viðfangsefni höfunda eru miðaldahand-
rit, sem eðli málsins samkvæmt hafa borist í hendur menntaðra yfirstéttar-
manna síns tíma, þeirra sem efni höfðu til þess að kaupa slíkar gersemar,
nota þær og njóta. Þau hafa verið rannsökuð um langa hríð. Nú væri æski-
legt að snúa sér að rannsóknum á lífsháttum alþýðumanna á miðöldum.
Fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri hafa nú þegar leitt í ljós fróðleik um
heilbrigðissögu þjóðarinnar. Gott væri að frétta nánar um daglegan rekstur
klaustra, starfsfólk, viðfangsefni þess og verkaskiptingu.
Vilborg Auður Ísleifsdóttir
Steinunn kristjánsdóttir, LEITIN AÐ kLAUSTRUNUM. kLAUSTUR -
HALD Á ÍSLANDI Í FIMM ALDIR (forlagsritstjóri Hrefna Róberts -
dóttir). Sögufélag, í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík
2017. 600 bls. Myndir, uppdrættir. Skrár um heimildir, myndir, hús,
gripi, nöfn og atriðisorð.
Lesendur Sögu þekkja Steinunni kristjánsdóttur sem prófessor í fornleifa-
fræði. En líka af bók hennar um Skriðuklaustur eða a.m.k. af fréttum um til-
nefningar og viðurkenningar, bæði fyrir þá bók og þessa, og búast því við
öðru og meira en þyrrkingslegu sérfræðiriti, jafnvel þó þeir fái í hendurnar
600 blaðsíðna hnullung þar sem dæmigerð opna er með einum tíu neðan-
málsvísunum til heimildaskrárinnar sem fyllir 25 smáleturssíður.
Steinunn bregst þeim væntingum ekki, þvert á móti. Leitin að klaustrun -
um er merkilega persónulegt verk, auðvelt er að hrífast með af áhuga höf-
undar og frásagnargleði. Og um leið undramargt að fræðast um í texta sem
vissulega er langur en liðast áfram í stuttum undirköflum með lestrarhvetj-
andi fyrirsögnum (dæmi: „Svikalogn — kveður við nýjan tón — Lengi lifir
í gömlum glæðum“) og fjölbreyttu myndefni.
ritdómar 171
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 171