Saga - 2018, Blaðsíða 177
hvorki „páfi né kardínáli“ vissu betur „en hinir fornu Íslendingar sem unnu
þjóðfrelsi sínu“ o.s.frv. (bls. 305). Þetta eru orð annars Jóns, Sigurðssonar for-
seta, sem hann harmar að kynslóð Gissurar jarls og Þórðar kakala hafi ekki
haft „vit eða þrek til“ að bauna á Hákon konung „líkt og Jón Loftsson fyrr-
um“. Tilvitnunin er sem sagt aðeins lauslega sniðin eftir ummælum Jóns
Loftssonar (í Oddaverja þætti) sem ekki nefnir neinn kardínála og enn síður
þjóðfrelsi.
Á einhverjum stöðum kann ósamkvæmni að skýrast af því að Steinunn
noti fleiri heimildir en hún vísar til. Arnór Eyjólfsson, „laus ábóti“ í Hítardal
og dáinn 1202 (bls. 176), er t.d. ekki nefndur í uppgefinni heimild og þá sjálf-
sagt sóttur í einhverja aðra (ekki þó konungsannál þar sem hann er príor og
dáinn 1203).
Hér hef ég fylgt eftir fáeinum af mörghundruð tilvísunum Steinunnar til
frumheimilda, ekki endilega þeim sem mikið veltur á en þeim helst sem
fyrir fram voru tortryggilegar. Niðurstöðurnar eru því vafalaust allt annað
en dæmigerðar fyrir heimildanotkun hennar, þó þær sýni að bókina ber að
nota með nokkurri varúð sem fræðilega heimild. Þær vekja líka spurningar
um hlutverk þeirra mörgu ritrýna og yfirlesara sem að bókinni komu. Ekki
er hægt að ætlast til að þau hafi hvert um sig flett mikið upp í heimildunum
ef þau máttu eins búast við að hin gerðu það líka. Í slíkum sökum þarf ein-
hvers konar verkaskiptingu til að yfirlesarar skoði ekki margir það sama og
sleppi svo allir því sama.
Hitt þarf svo ekki að vitna um neinn misskilning af Steinunnar hálfu
þótt hún noti gjarna orðalag heimildanna og láti lesanda eftir að ráða í
merkingu þess. Ef tollur til Viðeyjarklausturs gat verið „tveir hlutir fjórð -
ungs smjörs“ (bls. 328), þá verður lesandi að átta sig á því hjálparlaust að
„tveir hlutir“ merki tvo þriðju og „fjórðungur“ sé þyngdareining (um 4,3 kg).
Oft eru hugtök þó útskýrð eða bent á ef merking þeirra er óljós, t.d. „lausir
ábótar“ (heimildin segir reyndar „lausir hjá“), en Hítardalsklaustur var
„rekið undir stjórn“ slíkra manna frá 1201 (bls. 174). Nú þekki ég ekki þetta
hugtak frekar en Steinunn en óvarlegt er að líta fram hjá þeim möguleika að
þessir menn hafi borið ábótanafn í klaustri sem einmitt var ekki lengur í
rekstri. Og þá jafnvel að fyrrnefndur Sveinn príor hafi verið sams konar
yfirmaður yfir keldnaklaustri sem ekki var starfandi.
Af því sem kalla má fylgiefni textans hef ég aðeins getið um „glósurn ar“,
en þær eru það eina sem sýnilega er óvandað. Tilvísanir og heimildaskrá hef
ég ekki gátað skipulega, en í allnokkrum uppflettingum rakst ég aðeins á
eina villu (rangt bindi af Fornbréfasafni). Nafnaskrá er gríðarmikil að vöxt-
um (yfir 30 smáletursdálkar) en hefði mátt taka fram að hún er þó ekki tæm-
andi, t.d. eru þar hvorki „Ivcie“ né Lúsía.
Atriðisorðaskrá er líka umfangsmikil (19 dálkar) og afar gagnleg, þó tak-
mörkuð að því leyti að hún vísar á orð textans fremur en hugtök og á undir-
fremur en yfirflokka. Svo dæmi séu tekin þá dugir skráin mætavel til að
ritdómar 175
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 175