Saga - 2018, Qupperneq 182
SAkIR ÚTkLJÁÐAR. SÁTTABÓk MIÐFJARÐARUMDÆMIS Í
HÚNA VATNSSÝSLU 1799–1865. Vilhelm Vilhelmsson tók saman.
Sýnis bók íslenskrar alþýðumenningar 21. Háskólaútgáfan. Ritstjórar
Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon. Reykjavík
2017. 218 bls. Heimildabirting, viðauki, kort, töflur, skrá yfir manna-
nöfn, staðanöfn og efnisorð.
Heiti bókarinnar, Sakir útkljáðar, lýsir vel viðfangsefni heimildaútgáfunnar
sem hér fer, en í henni er birt ein skjalabók úr Húnavatnssýslu, sáttabók
Miðfjarðarsáttaumdæmis frá árunum 1799–1865. Vilhelm Vilhelmsson bjó
handritið til prentunar og skrifaði auk þess ítarlegan inngang að bókinni þar
sem sáttabækur eru settar í sögulegt samhengi. Í lok bókarinnar er einnig
birt önnur af reglugerðunum sem sáttameðferð byggðist á: „Tilskipan um
sættastiftanir á landinu í Norvegi“, frá 1797. Hún gilti einnig á Íslandi og
breytti því framkvæmd réttarfars á Íslandi. Deilumál voru ekki einungis
lögð fyrir dóm í héraði, heldur var tekið upp formlegt ferli við sáttaumleit-
anir milli deiluaðila grundvallað á þessari tilskipun áður en mál fóru það
langt að fara fyrir dóm. Mörg mál leystust þar með sáttaleiðinni, en öðrum
sem þar voru tekin fyrir var vísað áfram. Tilvist sáttanefnda er beintengd
við sambærilega þróun annars staðar í dansk-norska ríkinu á þessu tímabili.
Tilskipunin 1797 miðaði við aðstæður í dreifbýli í Noregi og átti því almennt
ágætlega við á Íslandi líka. Fyrsta tilskipunin, sem gilti frá 1795 í kaupstöð -
um ríkisins, gilti hins vegar einnig í Reykjavík.
Hér er búin til prentunar fyrsta sáttabókin í Miðfjarðarsáttaumdæmi í
Húnavatnssýslu og hún birt í heild sinni. Hún nær yfir 67 ár, tímabilið 1799
til 1865. Bókin er birt í heild og engu sleppt. Gildi þessarar útgáfu felst fyrst
og fremst í því að fá heimild af þessu tagi á prent og gera þar með þessa
tegund heimilda sýnilega. Sáttabækur á landinu öllu eru fjölmargar og ærið
verkefni væri að búa þær allar til prentunar. Engar vísbendingar eru heldur
um að til standi að birta fleiri bækur af þessu tagi, enda sáttabókin birt hér
í ritröð sýnisbóka. Með því að vekja athygli á sáttabókum sem heimildum,
bæði í héraði fyrir heimamenn og fyrir fræðimenn almennt, eru meiri líkur
á að þær verði nýttar sem heimildir. Er það vel. Bókin hefur auk þess ótví -
rætt gildi fyrir sögu þess svæðis sem hún fjallar um, Miðfjörð í Húna vatns -
sýslu, og bætist þá við aðrar heimildir sem tiltækar eru og hafa héraðssögu-
legt gildi. Hafa ber í huga að þetta landsvæði er landbúnaðarhérað og lítið
var um sjósókn. Verslunarmál ber ekki mikið á góma heldur og kann það
einnig að hafa landfræðilegar skýringar. Bókin, þótt fjölbreytt sé, dregur því
aðallega upp mynd af sáttamálum til sveita fremur en að vera almennt
dæmi um sáttamál á Íslandi á nítjándu öld.
Í fræðilegum inngangi skrifar Vilhelm um nokkrar hliðar á starfi sátta-
nefndanna, svo sem lagalegt samhengi og störf þeirra. Tilskipanir um sátta-
nefndir voru réttarbætur með löggjöf sem komu fram rétt undir aldamótin
ritdómar180
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 180