Saga - 2018, Side 183
1800, um það leyti sem ýmsar aðrar breytingar urðu á réttarkerfinu. Segir í
tilskipuninni sjálfri frá 1797 að hún sé hugsuð „til almennings nota“ og eigi
að auðvelda almenningi að sækja úrlausn sinna mála (bls. 190). Því megi
enginn víkja sér undan því að taka sæti í sáttanefndum verði hann metinn
hæfur, þótt ekki þurfi hann að sinna því lengur en í þrjú ár. Ekki sé samt gert
ráð fyrir að málflutningsmenn sitji í sáttanefndum né að fólk sendi slíka til
þess að reka mál fyrir sig. Gert var ráð fyrir að menn mættu sjálfir til sátta-
funda. Góð lýsing er í bókinni á tilgangi laganna um sáttanefndir og hvernig
þær áttu að starfa í samhengi við réttarfarið að öðru leyti. Þessi breyting
tengist náið þróun réttarkerfisins í dansk-norska ríkinu á einveldistímanum.
Sáttanefndirnar störfuðu langt fram á tuttugustu öld, en höfðu þá þróast
með misjöfnum hætti í Noregi og Danmörku. Á Íslandi voru ákvæðin fyrst
afnumin árið 1981, þótt þau hafi einnig tekið breytingum í tímans rás.
Stjórnsýslulega er áhugavert að sjá að sáttanefndir tengjast amtmönnum
og þar með konungi, frekar en nærsamfélaginu. Þær voru ekki formlega
tengdar hreppum, sóknum eða sýslum. kannski má líta á þær í ljósi vaxandi
áhrifa ríkisvalds inn í nærsamfélagið þar sem æðstu embættismenn skipuðu
sáttamenn í héraði og voru þar með dæmi um aukin áhrif æðstu stjórnar
landsins. Miðfjarðarumdæmið var eitt af sex sáttaumdæmum Húnavatns -
sýslu, en enginn þegn konungs átti að þurfa að fara meira en 30 km leið til
þess að komast á sáttafund. Hvorki var því sókna- né hreppamörkum fylgt
í sýslunni sem fyrir voru í þessu efni. Áhugavert hefði verið að fá nokkuð
ítarlegri umfjöllun um stjórnsýslulegt samhengi sáttanefndanna.
Þótt sáttnefndirnar hafi verið sjálfstæðar voru það samt sem áður „alla
jafna prestar og ráðvandir bændur“ sem þar sátu eins og Vilhelm kemst að
orði. Vilhelm gerði könnun á bakgrunni þess hóps sem valdist til starfa í
sáttanefndum. Hann segir að hér hafi verið „að mestu leyti um alþýðufólk
að ræða“, en þó jafnframt hluta af valdastétt héraðsins (bls. 34–35). Það er
kannski heldur mikið sagt að tala um að nefndarmenn hafi aðallega verið
alþýðumenn. Fáir þeirra sem eru tilgreindir voru eingöngu bændur, hvað
þá lægra settir. Margir þeirra voru prestar, sem voru lærðustu menn sveit-
anna að öllu jöfnu. Margir bændanna voru líka hreppstjórar. Vissulega var
ekki gert ráð fyrir löglærðum mönnum í þetta hlutverk. Í tilskipuninni sjálfri
kemur fram að annar fulltrúinn eigi ekki að vera af „bóndastandi“, heldur
„embættismaður, prestur eða annar dugandismaður“, sem einnig ætti að
vera ritari. Hinn fulltrúinn átti að vera „valinkunnur bóndi“ (bls. 190). Ítar -
leg leiðbeiningarit voru rituð um hlutverk sáttanefndarmanna, sem einnig
varpa áhugaverðu ljósi á hlutverk þeirra. Hafa skal í huga að prestar höfðu
einnig haft það hlutverk um langan aldur að tala milli hjóna. Hélst það
áfram, þrátt fyrir tilvist sáttanefndanna, sem kannski einnig tóku á þeim
málum.
Í inngangsgreininni er gerð góð grein fyrir því hvers konar mál voru tek-
in fyrir hjá sáttanefndum, og veitir það yfirlit áhugaverða innsýn í hvers
ritdómar 181
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 181