Saga - 2018, Blaðsíða 186
Ann-Marie Long, ICELAND’S RELATIONSHIP WITH NORWAy C.
870‒C. 1100: MEMORy, HISTORy AND IDENTITy. The Northern
World LXXXI. Brill. Leiden 2017. 301 bls. Nafna- og atriðisorðaskrá.
Þeir lesendur Sögu sem sóttu Sturluþing í Norræna húsinu á 800 ára afmæli
Sturlu Þórðarsonar sagnaritara í nóvember 2014 munu hafa heyrt Ann-
Marie Long flytja þar fyrirlestur um landnámuritun Sturlu. Þar ræddi hún
um menningarlegt minni í Sturlubók, elstu varðveittu gerð Landnámabókar,
og hvernig það mótar frásögn Sturlu af fornum atburðum. Fyrirlestrar
þingsins komu út á bók í fyrra í ritstjórn Jóns Viðars Sigurðssonar og Sverris
Jakobssonar, Sturla Þórðarson: Skald, Chieftain and Lawman, í ritröð Brill, The
Northern World. Síðar sama ár og í sömu ritröð, þó þremur bindum síðar,
kom út doktorsritgerð Ann-Marie Long sem hér er til umræðu. Efni hennar
er nátengt fyrirlestrinum: Sögulegt minni í sagnaritun um elstu tíð á Íslandi
og tengslin við Noreg og Noregskonung. Long varði ritgerð sína við
University College í Dyflinni á Írlandi 2014 og felldi hana í bókarform við
Notre Dame-háskóla í Indiana þar sem hún hlaut nýdoktorsstöðu til frekari
rannsókna á íslenskri miðaldasögu.
Hryggjarstykki bókarinnar eru þrír kaflar um miðbik hennar, 2.‒4. kafli
― fyrst um upphafsmýtur um landnám, þá um upphafsmýtur um lög og
lagamenningu, og að síðustu um Ólafslög Grágásar. Í fimmta og síðasta meg-
inkafla bókarinnar víkkar höfundur umræðuna út og fjallar á almennan hátt
um hugtökin „Íslendingur“ og „Norðmaður“ og hugmyndir um þjóðerni og
sjálfmynd í íslenskum og norskum forntextum. Þetta er nauðsynlegur hluti
verksins því að allt byggir það á þeirri forsendu að á ritunartíma heimild-
anna, og að einhverju marki í þeirri fortíð sem þeim er ætlað að lýsa, sé skýr
vitund um aðgreiningu íslenskrar og norskrar menningar og sjálfsvitundar.
Hugtökin eru endurtekið stef í rannsókninni og því mikilvægt fyrir höfund-
inn að gera grein fyrir réttmæti notkunar þeirra en jafnframt takmörkunum.
Þetta tekst mjög ágætlega og fellur vel að undanfaranum, eins konar kóda
ef ekki niðurstöðukafli. Bókinni lýkur á styttri, aðgreindum niðurstöðukafla.
Fyrsti kafli bókarinnar, sem stendur á eftir örstuttum inngangi með því
heiti, er hinn eiginlegi fræðilegi inngangur rannsóknarinnar. Í honum lýsir
höfundur viðfangsefni rannsóknarinnar og rannsóknaraðferðum ásamt því
að veita yfirlit yfir þá miðaldatexta sem rannsóknin er reist á. Þegar í
upphafi verður vart við nokkra þversögn eða togstreitu í yfirlýstu viðfangi
og aðferðum annars vegar og efnistökum og úrvinnslu hins vegar, sem álita-
mál hlýtur að vera um hvort leyst sé úr með viðhlítandi hætti í bókinni.
kannski er best að byrja á öfugum enda, Ólafslögum, til útskýringar.
Ólafslög eru síðari tíma heiti á lagagreinum sem standa í tvennu lagi og
undir aðskildum fyrirsögnum í samtíningi í öðru meginhandriti þjóðveldis -
laga, Konungsbók Grágásar. Konungsbók er jafnan talin rituð um eða skömmu
eftir miðja þrettándu öld, eins og kunnugt er, litlu eldri en Staðarhólsbók.
ritdómar184
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 184